Andvari - 01.01.1910, Page 14
VIII Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni.
þess er prestsannríkið í hinum sivaxandi söfnuði
hans mun hafa latt hann þess ráðs; gaf hann sig
þvi ekki að stjórnmálum um skeið, en allan við að
þjóna hinu annasama embætti sínu, til þess er kon-
ungurinn vorið 1889 kvaddi hann til biskupsdómsins
yfir íslandi.
Þá er séra Hallgrímur 12. maí sama vor kvaddi
Reykjavíkur söfnuð, hafði hann skírt þar 1687 börn,
jarðsungið 1850 manns, staðfest 921 ungmenni, gefið
saman 425 hjón, Hutt um 900 messur, og sjálfsagt
tvöfalt íleiri tækifærisræður.
Hafði hann þá í 17*/2 ár samfleytt haft einn alla
prestsþjónustu á hendi í langfjölmennasta prestakalli
landsins, þar sem mest stórinenni og lærdómsmenn
voru og eru samankomnir og stéttamunur er mestur,
og þar sem langmest er um aðkomumenn útlenda
og innlenda; og þessu virðulegasta, vandasamasta og
annrikasta prestsembætti landsins hafði hann jafnan
þjónað með þeirri prýði, er alment var kannast við,
að landi og þjóð eigi siður en söfnuðinum væri á-
nægja og sæmd að.
Alla tíð naut hann mikillar virðingar og hylli
allra góðra manna í söfnuðinum, og sakir Ijúfmann-
legrar framgöngu sinnar var hann ekki síður vinsæll
og vel látinn af alþýðu manna en heldri mönnum.
Hann átti því fagran og ánægjulegan preslsferil yfir að
líla, að skilnaði við dómkirkjusöfnuðinn og embætlið.
Fullyrða má, að þeim, sem það er kunnugt,
hvernig dómkirkjuprestsembættið um þjónuslutíma
Hallgríms var vaxið og hverjar kröfur voru til dóm-
kirkjuprestsins gjörðar, fær eigi dulizt, að engum
ineðal-manni né -presti mátti í því embætti
farnast jafn vel sem honum farnaðist, — og engum
öðrum en mikilhæfum, sannmentuðum og miklum
kosta- presti og -manni; enda kveður Þórhallur
biskup í eftirmælum eflir fyrirrennara sinn Hallgrím
biskup í Nkbl. 1. jan. síðastl. »óhætt að segja, að
enginn hefði betur dugað dómkirkjusöfnuðinum sí-
vaxandi en Hallgrimur«, — og alkunna er það, að
vel unni dómkirkjusöfnuðurinn honum þess, að verða
biskup íslands.