Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 17
Frá Hallgrími biskupi Sveinssyni. XI
liann tók við;— fjölgaði synodus-málum og verkefnin
ukust, enda varð það brátt föst regla hans, að vera
í útvegum með tvö erindi til flutnings á hverri presta-
stefnu, annað guðfræðilegs, en hitt kirkjulegs efnis.
Fyrsta árið hélt liann kyrru fyrir og kynti sér
verksvið sitt, svo sem tími vanst til frá hinum miklu
skrifstofustörfum emhættisins.
Næsta ár hóf hann kynningar- og' eftirlitsferðir
sínar, og vísíteraði söfnuði og kirkjur það sumar og
síðar svo sem hér segir:
1890 Dalaprófastsdæmi.................11 kirkjur
1890 Norðurmúla- og nokkurn hluta
Suðurmúla-prófastsd.............16 —
1891 Mýra- og Snæfellsness-prófastsd.
samtals.........................21 —
1892 Þingeyjarsýslu prófastsdæmin bæði 25 —
1893 Árnessprófastsdæmi ofanvert . . 16 —
1894 Rangárvalla- og Vesturskaftafells
pi’ófastsdæmi ......................29 —
1896 Isafjarðar prófastsdæmin bæði . 19 —
1898 Austurskaftafells- og Suðurmúla-
prófastsdæmi....................21 —
1900 Eyjafjarðar- og Skagatjarðarpró-
tástsdæmi.......................35 —
Á síðustu vísítazíuferðinni féll hestur með biskup
og hlaut hann slys af: handleggsbrot neðanvert
við axlarlið; fékk hann eigi læknis-umbúnað um
meiðslið fyr en heim kom, átti í því lengi, og har
aldrei fyllilega bar sitt síðan, enda þá farinn að
Þjást af þrálátum lióstakvilla. Varð hann því að láta
með öllu af biskups-yíirreiðum, og þótti fyrir, því að
einsett hafði hann sér fastlega, að vísítera land alt.
Sumurin 1895, 1897 og 1899 hamlaði seta hans á
alþingi yíirreiðum, — því að árið 1893—1903 sat
hann á alþingi aftur sein konungkjörinn þingmaður,
°g vel var liann þingtnensku vaxinn, og ílestum góð-
uni þingmannskostum búinn; vel máli farinn, tal-
andinn skýr, mjúkur og áheyrilegur, hugsunin ljós,
jramsetningin skýr og skipuleg. Nefndastörf Íétu
honuni þar sem annarstaðar einkar vel; hann var
svo glöggur og athugull, vandvirkur og drjúgvirkur