Andvari - 01.01.1910, Page 22
XVI
Frá Hallgrími biskupi Sveinssjmi.
sanngirni og stillingu, staðfeslu og reglufestu, rétt-
dæmi og liófstilli, framsækni og frjálslyndi. Þessir
mannkostir afmörkuðu afstöðu hans og afskifti af
mönnum og rnálum.
Hamingjumaður var hann mikill um kvonfang
sitt; var innilegt ástríki með þeim hjónum alla tið,
og af liálfu hinnar ágætu konu hans alveg framúr-
skarandi í hinni löngu vanheilsu hans og þungu
banalegu. Var hjúskaparlíf þeirra sannarleg fyrir-
mynd, og heimilislíf þeirra jafnan gott og fagurt; og
heimilisbragurinn einkar ánægjulegur og snyrtimann-
legur, enda var Hallgrímur biskup ágætis heimilis-
faðir og einkar ástríkur maður konu og börnum;
enda er hver ein minning þeirra um hann frá öllu
því samlífi frá upphafi til enda góð og ánægjuleg,—
ekki nokkur ein öðru vísi að vitni sjálfra þeirra.
Frú Elína lifir mann sinn, og á lííi eru öll börnin
4, er þau eignuðust: Guðrún, er á A. V. Tulinius
sýslumaður á Eskifirði, Augústa, er á D. Thomsen
kaupmaður og konsúll í Kliöfn, Friðrilc prestur í
Vesturheimi (Argyle) og Sveinn gjaldkeri við íslands
banka, er nú á bústað, ásamt móður sinni, í biskups-
húsinu við Vesturgötu í Reykjavík.
Hallgrímur biskup hlaut tignarmerkin, alt upp í
komm. kross. af dbr.
Lausn var honum veitt frá biskupsembættinu
frá 1. okt. 1908; hafði þá vanheill verið mörg ár.
Síðast lá hann á 2. ár rúmfastur og oft æði þjáður,
en aldrei mælti hann æðruorð í þjáningum sínum.
Hann andaðist 16. desember síðastl., og fór jarðarför
hans fram hinn 23. (á Þorláksmessu). Var liún
fjölmenn og virðuleg. (Sbr. ísafold 30. s. m.).
Hallgrímur biskup vildi vera, en ekki sýnast,
vinna, en ekki yrðast. Kirkjusögu íslands er réttur-
,inn geymdur til að dæma um biskups-afrelc hans.