Andvari - 01.01.1910, Side 32
10
Undirtektir Dana.
Þetta gerðum vér. Vér buðum alt fram, sem hægt var
að bjóða. En af því leiðir líka, að vér síðan höfum
ekki neitt verulegt meira að bjóða. Auðvitað gætu
orðabreytingar, ef til vill, komið til mála, en ekkert
viðlit getur verið um efnisbreytingar, er framar gangi
en það, sem fram hefir verið boðið. Þetta lét eg
um mælt í fyrra, þegar frumvarpið lá fyrir. Um
þetta efni getur því einginn hafa geingið þess duldur,
hver afstaða stjórnarinnar var. Ekki gat mönnum
heldur verið það dulið, að á þessa afstöðu féllust
fyrirsvarsmenn hinna ýmsu flokka í Rikisþinginu, og
sérstaklega þeir af þeim, er átt liöfðu sæti í millilanda-
nefndinni og feingið höfðu á þann hátt kost á að
fylgjast með gangi máls þessa frá upptökum þess.
En nú hefir síðan verið samþykt á síðasta Alþingi á
íslandi sambandslagafrumvarp, sem ler í aðalatriðun-
um geysimiklu leingra en frumvarp millilandanefndar-
innar, og er því gjörsamlega ólíkt. Af öllu því, sem
hér með oss hafði um þetta málefni verið sagt og af
allri þeirri þekking, er menn liöfðu á því, hvernig á
stóð, gátu inenn á Alþingi sagt sér það sjálfir, að
þvílíkt frumvarp gat ekki átt von á neinum stuðningi
af hálfu vorri Dana. Nú lilaut að velta á því, hvort
stjórnin ætlaði á nýjaleik að leggja millilandafrum-
varpið fram á þessu Ríkisþingi, eða hvort menn skoð-
uðu samþykt Alþingis íslendinga svo sem þar með
væri í raun og veru tekið fyrir samningana, af því
að Alþingi hratt þeirri undirstöðu um, er af hendi
Dana liafði verið lýst yfir, að væri þau yztu samn-
ingamörk, er samþykt j'rðu, og lagði annan grund-
völl í staðinn, sem menn vissu, að af Dana hálfu hlyti
að reynast óaðgeingilegur. í tjárlaganefndinni höfum
vér óskað að fá að vita afstöðu stjórnarinnar til þessa