Andvari - 01.01.1910, Page 45
fram aö siðaskiptum.
23
Vesturlönd þessi urðu viðskila við Noreg, eptir
að Iíristján konungur fyrsti hafði á árunum 1468—69
veðsett þau Skotakonungi.1) Ekki miklu síðar voru
og Orkneyjajarlar úr sögunni, þótt ekki væri lönd
þessi innlimuð Skotlandi til fulls fyr en á 16. öld.
Fram eptir ölduin var ríki jarlanna opt mikið, og
hafa þeir sett eyjainönnum ýmsar fyrirskipanir upp
á sitt eindæmi. En eptir því sem ríki Noregskon-
unga jókst færðust norsk lög þar yfir. Hafa því
Landslög Magnúsar konungs Hákonarsonar geingið
l>ar sem allsherjarlög, meðan eyjarnar hnigu undir
Noregsveldi.
Ólafur konungur digri var yíirgangsmaður og
ágjarn til landa og sótti fast að ná undir veldi sitl
nýlendum þeim öllum, sem annaðhvort áttu heinlínis
eða óbeinlínis rót sína að rekja til Noregs. Hann
fók upp þann liátt, sem Hákon konungur gamli beitti
síðar svo lilífðarlaust og ófyrirleitið við íslendinga,
oð stefna beztu mönnum og sonum þeirra, bæði af ls-
landi og Færeyjum, á sinn fund og banna þeim síðan
heimför, þangað til hann feingi loforð um lilýðni við
s>g og skattgjald af þessum löndum.
Árið 1024 er svo sagt, að »á níunda ári« kon-
u»gdóms Ólafs komu af Fœreyjum til Noregs að orð-
sending hans Gilli lögmaður, Leifur Özurarson, Þór-
alfur úr Dímon og margir aðrir bóndasynir. Þrándur
Ur Götu — vitrasti maður í eyjunum — bjóst til
íerðar, en er hann var búinn, þá tók hann fellisótt,
svu hann mátti hvergi fara, og dvaldist liann eptir.
En þegar Færeyingar komu á fund Ólafs konungs,
þá lauk hann upp þau erindi sín, sem bjuggu undir
t) Ríkisréttindi íslands, bls. 44.