Andvari - 01.01.1910, Side 49
fram að siðaskiptum.
27
verið skipt niður í goðorð til forna1) líkt og þá var á
valds á íslandi11, Itvík 1909, hefir prófeBSor Björn Magnússon
Olsen talið það „alveg heimildariaust11, sem "Vilhjálmur Finsen
heldur fram, að „í órum lögum“ nái til Grænlands, heldur sé
þessum orðum bætt við til þess að taka af allan efa um það,
„að lagaáltvæðið nái til dæmis líka til Grímseyjar eða Vestmanna-
eyja, sem eru í ól'um lögum, en ekki beint hér á landi«. í
órum lögum merkir ekki annað en par sem vor (íslenzk) lög
ganga. Éf nokkur vafi hefði verið á því, hvort íslenzk lög geingi
i Grímsey eða Vestmannaeyjum, þá liefði, ef til vili, verið ástæða
til þess að ætla, að þessi orð mætti steina þangað. En eingilin
Oafi um pad hefil' nokkurn tíma verið. Ólafur konungur Har-
aldsBon var ekki í neinum vafa um þa,ð 1024, að Grímsey var i
islenzkum lögum, þegar liann bað íslendinga um að gefa sér
hana og honum var neitað um það á Alpingi, af sjál/um lög-
Sjöfum landsins. Og síðan hefir víst eingum dottið í liug að efast
úm það, að íslenzk lög geingi í Grímsey. Ekki var eforðið meira
um Vestmannaeyjar, sem feingu það nafn okki seinna en 875.
Síðan var þar veiðistöð, en vetrarseta lítil eða eingin fram á 10.
öld. Þá voru þær teknar að landnámi.a) Og einmitt í Kristm-
i'étti hinum forna (frá 1122—1133) eru Vestmannaeyjar og aðrar
úteyjar landsins taldar að sjálfsögðu heyra undir löggjafarsvæði
þess og vera í órum lögum, og Vestmannaeyingar og aðrir
eyjaskeggjar umhverfis landið eru þar taldir landsmenn á sama
hátt eins og Mývetningar.b) Það sýnist þvi sem það hefði verið
ástæðulítið að fara að taka það fram aptur í sömu lögbókinni, að
landslögin geingi um allar úteyjar landsins jafnt og meginlandið,
lafnsjálfsagt og alkunnugt eins og það var. Það væri líka skað-
laust fyrir menn að gæta þess að leggja ekki á liin fornu lög,
sem forðast liarðlega öll óþarfa orð, liina sömu mælistiku og
langmælgi margra þeirra, sem nú skrifa. En auk þessa keypti
Magnús biskup Einarsson skömmu síðar (1134—1148) „nær allar
Vestmannaeyjar’1 til staðarins í Skálholti, og.ætlaði að setja þar
munklifi, en honum endist eigi til þess líf.c) Arið 1198 var smíðuð
kirkja í Vestmannaeyjum og fór Páll biskup þangað og vígði
hana.d) Það hefir því víst fáum þurft að segja þær fréttir, að
Jslensk lög geingi í Vestmannaeyjum. Hitt er annað mál, að
Arni biskup Þorláksson gaf Mikkjálsklaustri í Björgvin undan
hikálholtsstól 31. Júli 1280 Kirkjubæ í Vestmannaeyjum með öll-
um eignum, og eptir það komst á norrænn tíundarmáti þar í
ey.iunum, þó að slíkt yrði hvergi annarsstaðar hér á landi.
•^iðan tók konungur á siðabyltingartimunum undir sig eyjarnar
1) GrhM. I, 374—365, 461.
a) Landnámabók Kh. 1900, Hauksb. 105; Sturlub. 220.
b) Grágás, Staðarhólsbók, Kh. 1879 bls. 32.
e) Bisk. I, 77. Sbr. Fornbréfasafn I, 484.
d) Bisk. I, 307.