Andvari - 01.01.1910, Side 52
30
íslantl gagiwart öðrum ríkjum
þeir komið þar inn ýmsum lagavenjum um kristni-
haldið. Snorri Sturluson segir það og nokkurn veg-
inn berum orðum, að Olafur helgi hafi ætlað að
leggja undir sig Grænland: »Hann hafði þá ok lagt
undir sik Orkneyjar . . . Hann hafði ok hafl orð-
sendingar ok gert sér marga vini bæði á íslandi ok
Grœnlandi, og svá í Færeyjumv.1) í Færeyingasögu
er það og tvímælalaust sagt, að Ólafur konungur hafi
skattgilt Grænland: »Réttiliga liafa fróðir menn svá
ritat ok sannliga sagt, at Ólafr konungr haíi skattgilt
öll þau lönd, er nú liggja undir Noreg(!), utan ls-
land: fyrst Orkneyjar, Hja(l)tland, Færeyjar ok Grœn-
land«.2 3 4J Segir Arngrímur lærði, að þetta liali orðið
árið 1023, eða ári í'yrri en Ólafur konungur kúgaði
Færeyinga, en að þeir haíi aptur náð sér undan yfir-
ráðum Noregskonunga.11) Á hverju þetta sé að öðru
leyti bygt, verður þó nú ekki séð, og svo telja vitrir
menn, að árið 1027 liafi Ólafur enn eingu valdi náð
yfir Grænlendingum, en úr því tók veldi hans að
hnigna, og árið eptir (1028) varð hann að ílýja land,
og eru Jitil líkindi til, að hann hafi skattgilt Græn-
lendinga nokkuru sinni síðaný) Og ekki er að sjá,
að Grænlendingar hafi orðið Noregskonungum á neinn
hátt þegnskyldir fyrri en á 13. öld, um sama leyti og
Hákoni gamla tókst að fá íslendinga til að heita sér
skattgjaldi, enda höfðu Norðmenn og konungsefni
þeirra nóg að hugsa um heima fyrir síðara hluta 12.
aldar og framan af 13. öldinni.
1) Heimskr. (Unjjersútg.) bls. 368—369.
2) Flat. II, 241.
3) Specimen Islandiæ hist. & magna ex parte Chorogra-
phicum, Amst. 1643, bls. 149. — Grönlandia, Skálh. 1688, bls. 14.
— GrhM. III. 446—447.
4) GrhM. III, 446.