Andvari - 01.01.1910, Qupperneq 56
34
ísland gagnvart öðrum rikjum
íslandi. Hitt er ekki eins vist, að árfæra þessa fyrstn
tilraun til að koma landinu undir útlent vald. Sonur
Una og Þórunnar Leiðólfsdóttur var eptir góðum
heimildum Hróar Tungugoði, er fyrst bjó í Ásum í
Skaptártungu, áður hann tæki Lómagnúpslönd af
Eysteini syni Þorsteins titlings, hið mesta afarmenni.
Hróar átti Arngunni systur Gunnars á Hliðarenda.
Gunnar og Hróar voru því samtíða menn, en Gunnar
er talinn fæddur nálægl 945, og veginn var hann
990. Arngunnur Hámundardóttir, kona Hróars, þykir
mönnum sem ekki geti verið fædd fyrri en 940. En
nú telja timatalsmeistarar vorir, að Uni hafi komið
úl í »öndverða landnámstíð«, »sjálfsagt 895, ef ekki
fyrr«, og kunni að hafa lifað fram til 910, en frá-
leitt leingur.1) Eptir því hefði Uni þá verið 15 ár
á íslandi. En eptir frásögn Landnámu sýnist það
varla hafa getað verið meira en 3—4 ár, því að allir
létu hann jafnharðan héraðsrækan, hvar sem hann
bar niður, þegar þeir vissu erindi hans. Telji menn,
að Uni sé veginn 910, þá verður hér urn bil 35 ára
aldursinunur þeirra máganna Hróars, sem var fæddur
sama ár og faðir hans lézt, og Gunnars á Hlíðar-
enda, og þá væri Gunnar 33 vetra, en Hróar 68 ára,
þegar hann var veginn af Moðólfssonum í Ilróars-
tungu á Siðu2) kringum 978, og getur það varla farið
mjög nærri sanni, og sýnist í rauninni tæplega fá
staðizt. Þetta má sjálfsagt alt til að vera miklu
scinna, og frá ofanverðum ríkisárum Haralds kon-
ungs hárfagra. Pó að hann skipti ríkjum með sonum
sínum 898, þá hafði hann þó enn alla aðalríkisstjórn-
ina alt fram til 928, var ern fram í háa elli með
1) Guðbr. Vigfússon í Safni I. 413.
2) Sbr. Tornleifafélagsárb. 1892, bls. 68—69.