Andvari - 01.01.1910, Page 94
72'
ísland gagnvart öörum ríkjum
tíðindin. En fyrir það mega menn eigi láta svo vill-
ast, að halda að þau hafi ekki líka farið fram, þó að
i kyrrþey væri.
III. Skoðanir manna á sambandi Noregs og íslands.
A síðuslu árunr hefir margt verið ritað um það,
hvernig ísiand gekk á hönd þeim Noregskonungum,
Hákoni gamla Hákonarsyni og Magnúsi syni lrans, á
árunum 1262—1264, hvernig afstaða íslands hafr
orðið, samkvæmt sáttmálunum og löghókunum
Járnsíðu og Jónsbók, gagnvart konungi og gagnvart
Noregi. Samband landsins við konung er innanrikis-
mál íslands, en samband þess við Noreg er millirikja-
mál íslands og Noregs. Þessi tvö atriði verður að
greina sundur. Þó að það kærni í ljós, að ísland
haíi verið óháð ríki gagnvart Noregi að rétturn lög-
um samkvæmt áðurnefndum heimildum, þá er hinni
spurningunni ekki þar með svarað, livaða vald kon-
ungur hafi haft yfir íslandi. Hér verður aðallega
reynt að svara fyrri spurningunni, um sambandið
milli íslands og Noregs. Skoðanir manna um þetta
mál hafa hingað til verið nokkuð sundurleitar og
ekki trútt um, að kent hafi stundnm mismunandi
skoðana á málinu lijá einurn og sama höfundi. Al-
menningi til fróðleiks skal hér lýsl skoðunum og
vitnisburðum hinna lielztu manna, senr mér er kunn-
ugt, að liafi lýst skoðun sinni á þessari hlið málsins,
jafnvel þótt sumar af þeim staðhæfingum séu órök-
studdar af hálfu höfundanna og því út.af fyrir sig
lílilsvirði. Eg ætla að flokka mennina niður eftir
pjóðerni, en ekki eftir skoðunum, því að það er ekki