Andvari - 01.01.1910, Síða 100
78
ísland gagnvart öðrum ríkjum
3. Einn Svíi, Ragnar ritstjóri Lundborg í Upp-
sölum, hefir ritað um málið bók á þýzku,* 1) og heldur
liann því fram, að ísland hafi komizt í persónusam-
band við Noreg 1262—1254, og að það hafi þá orðið
»eine konstitutionelle Monarchie«.
4. Aftur á móti hafa margir Norðmenn látið
uppi álit sitt á þessu máli. Má fyrst nefna sagnarit-
arann P. A. Munch. í Noregslýsingu sinni, bls. 213,
segir liann, að ísland og Grænland hafi sameinast
Noregi, »uden at danne nogen egentlig Provins deraf
eller i administrativ Henseende at kunne regnes der-
til«. Annarsstaðar2) segir sami höf.: »Island havde
underkastel sig Norges Konge og dermed indgaíiet
en Personalunion med Norge«, og á öðrum stað3)
talar hann um »den nge Unionsakta. Berlin4) segir
þó berum orðum, að það sjáist glögt af aðalriti þessa
höf. (Munchs), að »sérhver hugsun um persónusam-
band milli Noregs og íslands hafi legið lionum fjarri«.
Þó þekkir Berlin þann stað í Noregssögu Munchs,
sem til var vitnað (DnFH. IV1, 376), því að á öðrum
stað (í »Bláu bókinni«, hls. 80, og í Isl. statsretlige
Stilling I, bls. 147) vitnar hann í sama staðinn, en
hann gerir sér liægt um vik og gefur í skyn, að
Munch hafi sagt annað en hann meinti. í*að verður
nú ekki vel lagt mikið upp úr orðurn manns, sem
notar heimildarrit á þenna hátt. Keyser segir,6) að
ísland hafi talist skattland Noregsríkis »i videste For-
stand« — of óákveðin orð til þess að séð verði, hver
hann er langt iyrir neðan það á þessu sviði, að eigandi sé orða-
staður við hann.
1) Islands staatsreehtliche Stellung, Berlin 1908. 2) DnFH.
IV», 376. 3) DnFH. IV2, 360, sbr. og bls. 354. 4) Isl.
statsreth Stilling I, bls. 259. 5) Norges Stats- og Ketsforfat-
ning i Middelalderen, 1867, bis. 19.