Andvari - 01.01.1910, Page 117
fram að siðaskiptum.
95
hingað til hafði hann eigi eignast einn skika af
landinu, sízl alt saman landið. Þórður fékk að vísu
forræði yíir mestum hluta lands, en alls eigi sem
umboðsmaður konungs. Vestfirðingafjórðungur mun
mestallur hafa játast undir liann og austfirzku höfð-
ingjarnir sýndu honum alt tillæti, en Sunnlendingum,
mönnum Gizurar, þröngdi hann undir sig1), en engan
gaum gaf hann að konungsvilja, sem og kom í ljós,
því að Heinrekur biskup kærði hann 1250 fyrir kon-
ungi vegna vanefnda hans á heitum sínum við kon-
ung, og kvað konungsvald aldrei mundu viðgang-
ast á íslandi, ef Þórður réði þar einn svo miklu2),
enda var Þórði nú utan stefnt. Fór hann utan, en
selli trúnaðarmenn sína yfir ríki sin, og bauð þeim
að láta þau fyrir engum laus, nema hann kæmi
sjálfur til eða bréf hans. Þórður þorir að vísu ekki
annað, en hlýða utanstefningum konungs, en að hann
hefir ekki þózt vinna ríki lianda honum, sést á þess-
um boðum lians, þar sem liann jal'nvel bannar þeim
að láta ríki sín af hendi, þótt þar væri konungsboð til.
Þeir menn, er helzl virðast hafa snúist gegn Þórði,
voru Oddaverjar. Þá rak hann utan á konungsfund
Philippus og Harald Sæmundarsonu og voru þeir
með konungi veturinn 1250—1251, og þá seldu þeir
goðorð sín í hendur konungi, en liann veitti þeim
þau aftur að léni. Fóru þeir til íslands sumarið
1251, en druknuðu á þeirri leið3), Kemur hér fram
óþekt aðl'erð, því að ekki er þess áður getið, að
konungur fengi menn til þess, að afsala sér goðorð-
uni í hendur sér. Má nú í fljótu bragði segja,
að konungur hafi fengið heimild á goðorðum á