Andvari - 01.01.1910, Side 121
fram að siðaskiptum.
99
nokkurn tíma fengið þar yfirráð, þvi að allir hinir
stærstu bændur i Borgarfirði voru trúnaðarmenn
Hrafns Oddssonar.1) Árið 1255 barðist Þorgils á
Pveráreyrum við þá Eyjólf ofsa og Hrafn Oddsson.
Féll þar Eyjólfur, en Hrafn llýði. Vildi Þorvarður
nú fá forráð yfir Eyjafirði, en bændur synjuðu, kváð-
ust vilja bíða þess, er Þórður kakali eða Hákon
konungur gerði skipun á héraði. Hafði Þorvarður
ekki af. Hafa Eyfirðingar eigi viljað liafa Þorvarð
böfðingja yfir sér, því að hann var maður óþýður og
lítt við alþýðuhæfi, en einhverja átyllu urðu bændur
að hafa til þess að synja honum viðtöku, einkum
þar sem hann liafði fengið heimildir á goðorðum í
Eyjafirði af erfingjum Sighvats Slurlusonar hérlendum,
sem nú höfðu fullan rétl til að ráðstafa þeim goð-
orðum, þar sem Þórður kakali hafði utan verið sið-
an 1250. Eftir Þverárfund tóku Skagfirðingar Þor-
gils til höfðingja yfir sig, og hélt hann þar ríki til
1258, er hann var veginn, Þingeyjarsýslum líklega frá
1255, er Finnbjörn dó, og ef til vill Borgarfirði eftir
1255.2) Þótt konungur væri að skipa mennyíirhér-
uð, þá gengu bændur alls eigi undir hann. Þeir ráða
sjálfir, hvern þeir taka til formanns. Austfirðinga-
fjórðung reynir konungur ekki að brutla með, ríki
Oddverja ekki síðan 1251 og yfir Vestlirðingafjórð-
ungi hefir liann engin völd, þvi að Borgarfjörður og
niannaforráð þeirra Staðarmanna liefir enn eigi kom-
ist undir konung eða Iwnnm þar verið nokkurt tillæli
sýnt. En ef litið er til Norðlendingafjórðungs, þá
kemur það líka í ljós, að Þorgils Skarði muni þar
ekkert hafa gert fyrir konnng, heldur alt fyrir sjálfan
1) Sturl. 11, 82. 2) Stuvl. II, 225.