Andvari - 01.01.1910, Side 122
100
ísland gagnvart öðrum ríkjum
sig. Það sést be/t á því, að Heinrekur biskup snýr
ölluni sínum fjandskap á þá Þorgils og Finnbjörn
Helgason eftir Þverárfund og lýsir banni yíir Þor-
gilsi.1) Ef biskup hefði haldið Þorgils trúan kon-
ungi, þá er ekki hætt við því, að hann hefði tarið að
amast við því, þótt hann liefði vakið nokkur vig eða
óspektir á íslandi, enda voru þeir allkærir vinir áð-
ur fyrst, er Þorgils var að brjólast í því að ná Borg-
arfirði. Það er ekki lieldur kunnugt, að Þorgils beitt-
ist fyrir konungsmálum eftir að hann var orðinn
höfðingi yfir Skagafirði, því að skattheit Skagíirð-
inga 1256 til konungs, svo sein þeim semdi um,2)
er að eins til að hafa konung af sér að sinni. Og
má vera að Þorgils haíi þá gengist fyrir því, en lítið
þótti sendimanni konungs, ívari Englasyni, sitt erindi
þá hafa orðið til landsins. Ef til vill heíir Þorgils
líka orðið að stuðla að þessu skattheiti með fram
til þess að ná sættum við biskup, því að þeir sæll-
ust um haustið 1255.3) Þá um vorið eftir(1256) tór
biskup utan og dó í Noregi 1260.4) Eftir þessu hefir
konungur þá ekki verið búinn að ná yíirráðum,
hvorki að lögum né de facto, að nokkurri sveit á ís-
landi árið 1258, því að eins og áður er sýnt, liafði
Gizur Þorvaldsson engra mannaforráða aflað kon-
ungi. Hefir konungur þó þózt eiga með Norðlend-
inga- og Sunnlendingafjórðung og Borgarfjörð 1258,
því að þá skipaði hann Gizur Þorvaldsson yfir þessa
hluta landsins og gaf honum jarlsnafn. Kom Gizur
þá út um sumarið og sat um velurinn 1258—1259 í
Kallaðarnesi. Með honura kom út Þoraldi hvíti,
1) Sturl. II, 222, 225 o. fl. 2) Fms. X, 61. B. M. Ól-
sen, Upphaf II, 22, heldur jafnvel, að hér sé að eins um sauða-
kvöð eða þ. u. 1. að ræða, líkt ogr sauðakvöð Gizurar 1259. 3)
Sturl. II, 233. 4) Sturl. II, 234, ísl. annálar við 1256 og 1260.