Andvari - 01.01.1910, Page 130
108
ísland gagnvart öðrnm ríkjum
3. Loks skyldu menn »rétta lög sín« og »gera
nýmæli« í lögréttu.1) Með þessum orðum er eflaust
áll við lagasetningar alment. Það er mikið mein,
að Grágás skýrir ekki frá því, hvort menn hafi heldur
sett lög eftir ákvæðunum um leyíi (1.) eða ákvæð-
unum um úrskurð lögmálsþrætna (2.). Maurer2)
heldur, að sama aðferð hati verið höfð, sem þegar
leyfi voru gefin, en Vilhjálmnr Finsen er aftur á móti
þeirrar skoðunar, að aðferðin við úrskurð lögmáls-
þrætna hafi líka verið liöfð við lagasetningar.8) Ef
nú aðferðin (1.) hefði verið höfð, þegar breytt var
eldri lögum eða ný lög sett, þá hefði verið nægilegt,
að einhverir 48 menn, er setu átlu í lögréttu, sam-
þyktu lögin, ef enginn þinglieyjanda lagði bann við
fyrir utan lögréttu. Það er harla ósennilegt, að lög-
réttan hafi mált vera svo þunnskipuð, jafnvel ekki
einn einasti goði þurfti að vera í henni, en þó gat
hver sem vildi fyrir utan lögréttu lagt bann við því,
að lög yrði sett. Það er óhugsandi, að nokkur lög-
gjafi hafi viljað leggja svo mikið vald í hendur ein-
stakra, óbreyttra manna. Hins vegar var það mjög
eðlilegt, að hverjum væri lögheimilað, sem vildi, að
leggja lögbann við undanþágum frá lögunum. Margar
af slíkum undanþágum voru fólgnar í uppgjöf saka
að öllu leyti eða einhverju (sýknulof). Þá er skilj-
anlegt, að þeim væri veittur réttur til mótmæla, er
misgert var við.4) Slík leyfi sviftu þann, er misgert
var við, eða ætt hans, þeim rétti til hefnda, er þeim
var lögheimilaður. Ef t. d. skóggangssekt var gefin
upp, þá var skógarmaðurinn orðinn friðheilagur að
1) Grg. la, 212. 2) Island, bls. 173. 3) De isl. Love,
bls. 59 o. s. frv. Inst., bls. 8; Grágás III, orðaskráin, lögrétta;
4) Sjá t. d. Grettiss., k. 51.