Andvari - 01.01.1910, Side 139
fram að siðaskiplum.
117
ríkisins íslenzka, ef hér hefði ekki þurft annað en að
semja og samþykkja almenna lagagrein. Þessu held-
ur Björn M. Ólsen líka fram1). Það verður líka að
fallasl á þessa skoðun, svo langt sem hún nær.
Formlega löglega var ekki hægt að segja lýðríkis-
sambandinu slitið, nema lögréttan samþ3'kli það á
réttan hátt, því að ef einstakir menn hefðn tekið sig út
úr því.þáhefði það verið uppreisn.eneigi lögleg aðferð2).
En samþykt lögréttu eftir venjulegri lögsetninga-að-
ferð vífr ekki talin nóg. íslendingar unnu alment
enga eiða að því, að lialda lög sin, nema ef nefna
mætti dæmið um kristintökuna 1000, en þá stóð líka
alveg sérstaklega á, þar sem einum manni var falið
að skera úr því, hvaða trú landslýður skyldi hafa
og halda. Að sáttmálanum 1262 unnu þeir eiða.
Hlsen hefir og rétt fyrir sér í því, að lögréttan þurfti
Hka að leggja samþykki silt á eiðana, því að öll
trúnaðarheitin voru ógild fyrir landið i heild, nema
lögréttan samþykti. Það er að vísu svo, að hæpið
var, og í reyndinni ótiyggilegl, að láta sitja við sam-
Þykt lögrétlunnar, eins og hún var skipuð 1262, jafn-
Vel þótt það væri formlega rétt, því að óvíst er, hvort
aðrir höfðingjar, sem þá voru fjarverandi, hefðu tekið
gjörðir lögréttunnar með þökkum fyrir sitt leyti.
tfisen virðist þó gera sig ánægðan með þetla. Berlín8)
Heldur’aftur á móti, að lögsögumaðurinn hafi ekki haft
vald til að skipa lögréttuna, samkvæmt lögum lýðrík-
1) Uppliaf I, 29—30, II, 31—33. 2) Þessvegna er það
uppreisn, þegar kristnir menn og heiðnir segjast úr lögum hverir
r>ð aðra árið 1000, svo framarlega sem lögréttan hefir ekki sam-
Pykt það. Það er og uppreisn, þótt i smærra mæli sé, þegar
orsteinn Þorgilsson tekur goðorð Rauðmelinga úr Þórsness-
P'ngi skömmu eftir 1000, og setur á stofn sérstakt vorþing í
traumfirði (Eyrb. 66. k.). 3) Islands statsretl. Stilling I, 47
o. s. frv.