Andvari - 01.01.1910, Page 142
120
íslancl gagfivart öðrum rikjum
þá var um að gera. að búa all sem tryggilegast út,
en þó var að forminu til möguleiki til þess, að þing-
menn liöfðingja neituðu að hlíta ráðstöfun þeirra.
Þess vegna var meðal annars eðlilegt, að liinir beztu
bændur væri látnir vinna konungi trúnaðareiða. Það
var til þess, eða átti að vera til þess, að tryggja lands-
lýðinn gagnvart konungi.
Þótt nú Hallvarður fengi því framgengt á alþingi
1262, að lögréttusamþykt væri gerð um trúnað og
æíinlegan skatt til handa konungi og þólt hann væri
viss um, að Vestfirðingar mundu samþykkja þessa
ályktun, þá var þó enn eftir að reka smiðshöggið
á verkið. Næsta spor Hallvarðar verður þá að fara
vestur til Borgarfjarðar. Gizur ríður með sinn flokk
austur í Laugardag, og hélt honum þar saman um
hríð, hvort sem tilgangurinn með því hefir verið sá,
að styrkja Hallvarð, ef þess þyrfti, við Vestfirðinga,
eða ef til vill að klekkja enn á Oddaverjum, en um
þetta atriði þegja heimildirnar. Frá Hallvarði og
Vestfirðingum segir ekki annað en það, að formenn
allir hafi unnið eiða slíka sem á alþingi og 3 bænd-
ur með hverjum, og svo þrír bændur úr Borgaríirði.
Gjörðist þetta alt á Þverárþingi1). Nú höfðu þrír
fjórðungar gengið undir konung með áðursögðum
skilyrðum, að undanteknum 3 goðorðum fornum í
Sunnlendingafjórðungi, ríki Oddaverja, en eftir var
auk þess allur Austfirðingafjórðungar. Árið eftir (1263)
unnu Oddaverjar konungi trúnaðareiða2). Þá um
veturinn sór Þorvarður Þórarinsson Brandi biskupi
Jónssyni, föðurbróður sínum, að fara utan á fund
Noregskonungs. Stóð Þorvarður í óbæltum sökum
1) Fms. X, ‘113. 2) ísl. annálar árið 1263,