Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 152
130
ísland gagnvart öðrum ríkjum
hálegg, sonarson Hákonar gamla, og Ólsen1) telur
hann vera samþykt frá 1300, en Jón Sigurðsson
hefir þó árfært þenna sáttmála til 1263 og 1264.2 *)
Hann gæti að því leyti verið frá 1302, að það ár var
Hákoni konungi hálegg svarið land og þegnar eftir
því, sem íslenzkir annálar segja. Þetta stendur þó á
litlu, því að til eru fullkomlega ábyggileg vottorð um
það, hvaða skilmálar settir voru milli íslendinga og
konungs, hvort sem þeir eru frá 1263—64, 1300 eða
1302. Þ-ar til má nefna alþingissamþykt frá 1306
(eða 1302).8) Þar eru rifjuð upp þau atriði, er sam-
þykt hafi verið milli konungdómsins og þegnanna
(o: íslendinga). Eru í samþykt þessari talinupp þau
heit, er móti var jáð skattinum í fyrstu af konungsins
hálfu, að íslenzkir væri lögmenn og sýslumenn, svo
um skipaganginn, utanstefningarnar o. s. frv. Hvort
orðin »/ fyrstu var móti jáð skattinum af konungsins
hálfu« eiga við samninga Hákonar gamla eða Hákonar
háleggs við íslendinga, verður ekki sagt. Það út af
fyrir sig getur ált við livorn, sem vera skal, en stend-
ur á engu Það eru og til fleiri órækir vitnisburðir
um það, hvert verið hafi efni þeirra samninga, sem
íslend ingar gerðu við konungsvaldið. Þar til er fyrsl
að nefna bréf íslendinga lil ríkisráðsins um skilmála
hylli ngar Magnúsar smekks 1320,4) þar sem segir, að
virðulegum foreldrum Magnúsar bafi verið svarinn
þegnskyldueiður gegn því, að lögmenn, sýslumenn og
allir valdsmenn á landinu væri íslenzkir o. s. frv. Ár-
nesingaskrá (Skállioltssamþykt) frá 13756) byggist
I) Uppliaf I. I)ii. 61. 2) DI, I, bls. 626 o?661. 3) DI, Ih
Nr 177. R'kis'ét.nndi fslancis, bls. 12. 4) DI. II, Nr. 343, IX*
Nr. 5. Ríkisr. fsl.. b s. 14. 5) DI, II, Nr. 198, IX, Nr. 7. Kik-
isr. IsIandH., bls. J6.