Andvari - 01.01.1910, Side 154
132
ísland gagnvart öörum ríkjum
jrv. eru inn i sátlmálann komin einhverntíma frá 1264
—1302. Eitt ákvæði er þó í þessum sáttmála, sem
virðist ekki vel geta verið yngra en Jónsbók. Það
er ákvæðið um það, að erfðir skuli upp gefast í Nor-
egi íslenzkum mönnum, hversu lengi sem staðið liafa,
sama reglan, sem er í Grág. II, 88 og 96. Jónsbók,
Kvg. 18, hefir þá reglu að geyma, að erfðir íslend-
inga í Noregi falli undir konung, ef ekki eru hirtar
innan 10 ára. Það er ekki líklegt, að þetta ákvæði
hafi samþykt verið og sett í sáttmála við konung
eftir 1281. Hvorki þetta ákvæði né skilyrðið um
jarlinn, landaurana né rétt íslendinga í Noregi er
heldur nefnt í vottorðinu frá 1306 (eða 1302) né skil-
málunum frá 1320. Um erfðirnar þurfti þess ekki,
því að ákvæðið var í Jónshók. Um jarlinn var þess
eigi heldur að vænta, að minsta kosti ekki svo fram-
arlega sem skoðun B. M. Ólsens er rétt, að það hafi
að eins verið sett 1262 í þágu Gizurar Þorvaldssonar.
Um réttinn var þess og ekki að vænta. Að svo
miklu leyti, sem þar er átt við bætur fyrir misgjörðir,
þá var komin eining á í því efni um ríki konungs
með lögbókunum íslenzku og hinni nýju lagasetn-
ingu Magnúar Hákonarsonar. Að því leyti sem rétt1)
íslendinga til vatns og viðar og herþjónustuskyldu í
Noregi snerti, þá var slíkt orðið »ópraktiskt«, því að
um 1300 voru óbreyttir íslendingar víst mikils lil hætt-
ir að dveljast langvistum í Noregi, og utanfarir manna
aðallega i embæltiserindum eða til þess, að fá enda
á málum sínum, einkum sakamálum, hjá konungi.
Landauragjaldið var líka gleymt, en tollur kominn í
1) Annars er það alveg óvíst, að „réttr“ eigi við annað en
einmitt höldsréttinn, og þá hlaut ákvæðið að mestu að hverfa
með Járns., Mh. 1 og ,Tb., Mh. 1.