Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 155
fram að siðaskiptum.
133
staðinn1) Auk þess má geta þess, að Jónsbók, Far-
mannal. 4, breytti ákvæðum sáttmálans við Ólaf
helga frá c. 1024 að því leyti, sem enginn islenzlcur
maður mátti nú fara af íslandi til Noregs, nema hann
hefði fararefni til 10 hundraða (c. 1000 kr.), utan
þjónustumenn og skólanemar eða þeir menn, er fóru
fyrir nauðsynja sakir, t. d. menn, er útlægir atoiu eða
utan stefnt. Er líklegt, að þetta ákvæði hafi með-
fram verið sett til þess, að íslendingar yrði að hætta
að reka verzlun sina sjálfir, og ef til vill líka fyrir
þá sök, að Norðmenn liafa þózt verða fyrir ógangi
af skotsilfurslausum íslendingum þar. Má af þessu
ráða, að óbreyttir alþýðumenn haíi nær alveg verið
hættir utanferðum, þar sem fararefnin urðu að vera svo
mikil, nema slórnauðsynjar bæri til. Það er því
nokkurn veginn vist, að sáttmálinn forni við Ólaf
konung var orðinn að mestu leyti bókstafurinn einn
af því að atvik höfðu svo gjörbreyzt, síðan hann var
gerður fyrst, og jafnvel síðan hann var endurnýjaður
1262. Það er því eðlilegt, að slík fyrirmæli yrði
ekki tekin upp í sáttmála við Hákon hálegg (um
1300). Það lá meir á að tryggja sér ýmislegt annað.
Menn gátu og t. d. ekki vel sett það skilyrði, að land-
aurar skyldu uppgefast 1300 eða 1302,þar sem þeir voru
uppgefnir fyrir 40 árum. Nær hefði legið að krefjast
iollfrelsis af vörum, fluttum al' landinu. Af þessu verð-
ur sennilegra, að samþyktin 1306 og 1320 vitni um sátt-
mála íslendinga við Hákon hálegg, en ekki Hákon
gamla. Og þótt sagt sé i Áshildarmýrarsamþykt, að
þetta alt standi í sáttmálanum við Hákon konung
hinn kórónaða, þá þarf sá samningur, sem þar er
1) Sbr. Ólsen, Uppliaf I, 41.