Andvari - 01.01.1910, Síða 157
fram að siðaskiptum.
135
inu. En þótt við Járnsíðu sé átt, verður alt senni-
legt. íslendingar lofa að gjalda slcatt. Hann var sam-
þyktur 1262-—1264. Pingfararkaupi heita þeir og. Járn-
siða, þingfararb. 2, talar um það. Pegnskgldan er
yfir höfuð trúnaður og svo sektagjald (þar á meðal
þegngildi, er samþykt var 1271), og er það alt sam-
kvæmt Járnsíðu. Heitið um frið og isleuzk lög, eftir
því, sem lögbók vottar, er og vel samrýmanlegt við
Járnsíðu, því að samkvæmt henni halði lconungur
fengið refsivaldið í sínar hendur, og hún var orðin
íslenzk lög, þegar íslendingar höfðu samþykt hana
löglega. Greininni um jarlinn (ef að eins var upphaf-
lega átt með henni við Gizurjarl), réttinn (að nokkru?)
og landaurana er að visu ef til vill ofaukið, en þó
síður í sáttmála frá 1281 en 1300, 1302 eða 1320.
Og það er miklu meiri ástæða til að ætla, að þessar
greinir væri þá (um 1300) úr feldar en 1281, því að
um 1300 sáu allir, að þær áttu varla lengur lieima
í gildandi samningi milli konungs og íslendinga. Þá
munu menn koma með þá mótháru, að nafn kon-
ungs í sáttmálanum sýni þó, að þetta geti ekki verið
rétt, en um það má vísa til þess, er sagt er að ofan
um Áshildarmýrarsamþykt. Slíkt gat ofur vel ruglast
í afritum sáttmálanna.
Niðurstaðan verður þá sú, að sáttmáli sá, er
menn hafa hingað til talið vera frá 1263—1264, frá
1300 eða 1302,er að öllum líkindum frá 1281. Næsti sátt-
máli á eftir sleppir ákvæðunum um jarlinn, réttinn,
landaurana og erfðirnar,og byggir þarmeð á Jónsbók og
því ástandi, sem þá var. Sáttmálarnir hafa lagað sig
eftir þeim tíma, er þeir urðu til á. Því er haldið,
sem nauðsynlegast þykir, en hinu slept, sem óþarft
er orðið. Sést þetta t. d. glögt á hyllingarbréfum Ei-