Andvari - 01.01.1910, Qupperneq 158
136
ísland gagnvart öðrum ríkjum
ríks af Pommern frá 1419 (DI. IV, Nr. 330)
og 1431 (DI, IV, Nr. 508).
Hér má hnýta við örfáum orðum um skýringu
sáttmálanna. Maurer hefir sagt1), að Gamli sáttmáli
væri eins lærdómsríkur um þau atriði, sem hann
nefnir ekki, og um hin, sem hann nefnir. Berlin2)
tekur þetta upp eftir honum og heldur því yfir höfuð
fram, að sáttmálann beri ekki að skilja eftir orðum
hans beinlínis, og hættir þessum höfundi til þess, að
yrkja nokkuð mikið inn i, og ganga út frá því sem
sönnuðu, er hann ætti sjálfur að sanna. Þó heimtar
höf. þessi stundum, að hitt eða þetta sé berum orð-
um sagt í Gl. sáttmála, og beitir hann stundum þeirri
aðferðinni, þegar honum þykir sínu máli fremur
styrkur í henni (sbr. t. d. bls. 85—86, 90, 102 og
120). Hann fylgir því í raun réttri tveimur aðferðum
við skýringu sína á Gamla sáttmála: Að lesa í málið,
þar sem honum býður svo við að horfa, en byggir annar-
staðar á því, að þetta eða hitt, íslandi til handa, standi
ekki í Gl. sáttmála, og því sé landinu slíkt ekki áskilið.
Á bls. 102 byggir hann t. d. mikið á því, að kon-
ungur er ekki kallaður konungur íslands í sáttmál-
anum, og segir, að þess hefði íslendingar þurft að
krefjast berum orðum, og á bls. 120 og víðar kemur
svipuð ályktun fram. Það hefir þó hingað til þótt
góð og gild regla í slíkum rannsóknum, að fara ekki
lengra en heimildarritin segja eða af þeim verður
ráðið. Þegar út fyrir það er farið, þá er hætt við,
að verkið verði nokkuð mikið handahófsverk, og eink-
um þegar aðferðinni er þá ekki haldið með samræmi
alstaðar, eins og þegar Berlín segir á einum staðnum
1) ísland, bls. 473. 2) Islands statsretlige Stilling I, 67,
108-109.