Andvari - 01.01.1910, Blaðsíða 160
138
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Þar sem nú t. d. íslendingar áskilja sér í sátt-
málanum að halda íslenzkum lögum, þá leiðir af
því, að hin gamla stjórnarskipun heldur sér, þar til
ný lög eru sett, er öðru vísi skipi fyrir. Samt sem
áður býr Maurer1) sér það til, að landsstjórnin hveríi
í liendur konungi þá þegar. Þessa gætti sem sé lítt
til 1271, því að alt gekk eftir gamla laginu. Höfð-
ingjarnir hafa að vísu tekið ríki sín að forminu til
í lén af konungi, en þeir nefndu dóma, skipuðu lög-
réllu o. s. frv. eftir sömu reglum sem fyrr.2) Aðal-
starf þeirra fyrir konung var að taka við skattinum
úr sveitum sinum og auðvitað að gæta þess, að lands-
menn bryti ekki trúnaðarskj'ldu sina gagnvart kon-
ungi að öðru leyti. Svo vill líka vel til, að til er
alþingisdómur frá síðuslu árum þingskapanna fornu
(Grágás),8) er óefað sannar þella. Á öðrum sviðum
gilti þetta því fremur, t. d. um fjáreignalögin, ættar-
rétt, erfðarétt, refsilög o. s. frv. Jafnvel þótt sátt-
málinn 1262 liefði ekkert sagt um þetta, lilaut alt
fyrst um sinn að haldast í sama horfinu, en því minni
ástæða var til þess, að búa sér til nokkrar aðrar hug-
myndir um það, þar sem skýrt er sagt í sáttmálanum, að
íslendingar skuli ná íslenzkum lögum. Skipun al-
þingis og þingsköp breytast fyrst 1271,þegar þingfar-
arbálkur Járnsíðu er lögtekinn, og refsilögin, þegar
konungi er játað þegngildi (1271).
VII, Samband íslands og Noregs.
í þessum kafla skal reynt að skýra frá því,
hvernig sambandinu milli íslands og Noregs var
1) Island, bls. 473. 2) Sbr. Ólsen, Uppbaf I, 35—37, þar
sem þetta er afdráttarlaust sagt. 3) DI, II, Nr. 34.