Andvari - 01.01.1910, Qupperneq 164
142
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Skánarkonungurtc,1) og heldur Berlin2) því þó fram,
að Skán hafi ekki verið sjálfstætt ríki, lieldur haíi
Svíþjóð og Skán þá verið eitt og sama ríkið. Há-
kon sonur hans kallar sig »Noregs og Svíakonung«,
Ólafur Hákonarson er kallaður »Noregs, Dana og
Gotakonungur«.8) Það mætti lika nefna þekt dæmi
úr nútímanum, en það er heiti Danakonungs. Mundu
fræðimenn framtíðarinnar vaða fallegan elg, þegar
þeir færi, eftir hæfdega langan tíma, að leiða álykt-
anir af titli hans til þeirra landa, sem hann ræður
nú yfir, og réttarstöðu þeirra. Berlin hefir þó í oft-
nefndu riti bygt allmikið á þessu atriði um samband
Noregs og Islands, því að þetla er einn máttarviður-
inn undir þeirri staðhæfmgu hans, að ísland hafi orðið
liluti af Noregsveldi. Rök hans fyrir þessari kenn-
ingu eru meðal annars konungserfðalög Járnsíðu,
Kristinréttur Árna biskups og Jónsbókar.4) En í
öðru sambandi skal sjrnt, hvers virði þau rök eru.
Rök hans, er hann leiðir af Jónsb., eru ennfremur:
Mannh. 1.: »Várr landi hverr í Noregskonungs ríki
skal friðheilagr vera við annan, utanlands ok innan«.
í fyrsta lagi er þetta ákvæði tekið beint úr Lands-
lögum Magnúsar IV—1, og táknar þar, að sama liggi
við, hvort sem þegnar konungs veiti hver öðrum á-
komur í Noregi eða utan Noregs. Samsvarandi merk-
ingar er það i Jónsbók: »AUir þegnar mínir«, segir
konungur, »skulu njóta sömu mannhelgi, hver fyrir á-
rásum annara bæði á íslandi og utan íslands«. Þetta
cr að eins staðfesting ákvæðisins um rétt íslendinga
í samningnum víð Ólaf helga og Gamla sátlmála, að
]) Sjá t. d. N<d III, 167. 169 o. fl. 2) Islands statsretl.
Stilliinr I,' 257. 3) T. d. Ngl. III, 126, 187 o. tt. 4) Islands stats-
retl. Stilling I, 164 o. s. frv.