Andvari - 01.01.1910, Side 165
fram að siðaskiptum.
143
eins með þeirri breytingu, að greining manna eftir
stöðu eða metorðum var niður fallin að mestu í
lögbókunum. Og í íslenzkum lögum er þetta ekki
nýtt, því að afbrot við útlenda menn á íslandi og
erlendis, ef málið var sólt hér að lögum, voru refst
eftir íslenzkum lögum.1) Annars eru orðin: »várr
Iandi« ekki höfð í svo viðtækri merkingu í Jónsbók
né annarsstaðar í íslenzku máli. Norðmenn eru alls-
staðar annars staðar settir á bekk með útlendingum i
Jónsbók. Sérstaklega sést þetta ljóst í Þegnsk. 3:
»Ef útlendir menn vanvirða menn«, og ber kapítul-
inn með sér, að þar er einkum átt við Norðmenn,
því að sektirnar eiga að takast til handa konungi af
útlendingnum, þegar hann er þangað (o: til Noregs)
kominn. Kvg. 17: »Núandast útlendr maðr hér (o: á
íslandi) af Norerjs konungsriki«. Kvg. 18: »Eí várr landi
andast erlendise, og er þetta orð (»erlendis«) þar einmitt
baft um öll önnur lönd en ísland, þar á meðal önnur
lönd Noregskonungs, en orðin y>várr landie liaft í
öldungis sömu merkingu sem í Grágás. Auk þess
má nefna Jónsbók Mh. 5 (mansal af landi brott er
jafn refsingarvert til Noregs sem til annara landa).
Llb. 28 (umboð fellur brott, ef maður er utanlands,
hvort sem hann dvelst í Noregi eða annarsstaðar, 3
vetrum lengur). Enn byggir Berlin á Jónsbók Far-
mannal. 8. En ef orðið »innanlands« yrði ekki skýrt
þar öðruvísi en »i Noregiw, þá verður lilið samræmi
i greininni, og sýndi það þá ekki annað en það, að
hún befir gálauslega slæðst i Jónsbók úr Bæjar-
mannal. IX—6, en þessi skýring Berlins er bersýni-
lega röng, enda hefi jeg ekki getað fundið það, að
1) Sjá Grg. Ia, 173; II. 339-340; Ib. 195; II, 385—389; Ib.
60, 51, II, 180, 206; Ib, 183, II, 393; II, 558.