Andvari - 01.01.1910, Side 166
144
ísland gagnvart öðrum ríkjum
Hertzberg haldi henni fram í orðasafni sínu í Nor-
ges gamle Love, V. bindi. En Berlin hefir ekki gætt
að orðabreytingu þeirri, sem gerð er i Farml. 8 frá
þvi, sem stendur í Bæjarmannal. IX—6.x) Jónsbók,
Kvennag. 28, sýnir svo glögt sem verða má, að ís-
land er ekki með Noregskonungs veldi talið. Þar segir
svo: »Ef sá maðr á barnúmaga frilluborinn út hér (a: á ís-
landi), er hann er norrœnn, hjaltlenzkr, orkneyskr eða fœr-
eyskr ok hvaðan sem liann er úr Noregskonungs veldi«.
Hér er ísland beinlínis sett í mótsetningu við »Nor-
egs konungs veldi«, og er ekki hægt að koinast skýr-
ar að orði. Og þessi grein hefir enga stoð í norsk-
um lögum. Tilsvarandi er í Grágás Ib, 25, II, 149,
en í Jónsbók, Kvg. 28, er eins og það sé sterkari á-
herzla lögð á það, að sýna að ísland sé ekki í »Noregs-
konungs veldi«, en gera þurfti í Grágás. í surnum
réttarbótum norskum er og komist svo að orði, að
það sést, að löggjafinn telur ísland ekki ineð »Nor-
egs veldi« »váru ríki« o. s. frv., þegar hann hefir
þessi orð um Noreg sjálfan og aðrar lendur, er til
Noregsríkis teljast. í réttarbótinni norsku um afnám
jarlstignar og lendra manna 17. júní 13081 2) talar kon-
ungur um þann klæðaskurð, sem nokkrir menn dirfist
inn að draga í y>várt ríki.a Réttarbót þessi gildir ef-
laust um Noreg og hjálendurnar norsku og á »várt ríki«
við þessi lönd.en til íslands getur ákvæði þetta ekki náð,
enda var þar til ákvæði um klæðaburð í Jónsbók
Kvennag. 35 og Rb. 1294 § 25, er eigi haggaðist við
þessa réttarbót, og engurn afritara Jónsbókar heíir
1) Olsen, Upphaf II, 78, virðist fallast á skýringu Berlins á
þessum stað, þótt hann byggi ekkert á henni um réttarstöðu
landsins. Sbr. og Jónsbók Farml. 4, 14, 22, er sýna. að „innan-
lands“ getur ekki verið haft um Noreg, heldur er Noregur sett-
ur gagnstætt íslandi. 2) Ngl. III, 80.