Andvari - 01.01.1910, Page 172
150
ísland gagnvart öðrum rikjum
mikið. Úr því má telja það nokkurn veginn fasta
stofnun, jafnvel þó að konungar gerði stundum til-
raunir í þá átt, að stjórna ríkinu alveg án þess. Rík-
isráðið er oft nefnt í lagaboðum, en þó alls ekki
alt af. Hvort það hefir samt verið spurt, verður eigi
sagt. Rikisráðið norska var, sem kunnugt er, alveg
tekið af 15371).
Þá er spurningin um það, hvort ráð konungs
og ríkisráðið norska hafi að lögum haft vald til af-
skifta íslands mála. Sumir telja slíkan rétt veittan
ráði konungsins eða ríkisfundi að nokkru með sátt-
málanum 12622), þar sem í sáttmálanum er heimil-
aður íslendingum réttur til, að slíta sambandinu við
konunginn, ef sátlmálinn yrði rofinn »a/ beztu manna
yfirsýna. Berlín fullyrðir, að úrskurður þessa máls
sé lagður undir norskan ríkisfund (höfðingjafund).
Á öðrum stað í sáttmálanum stendur, að konungur
skuli senda skip til landsins, eftir því sem hann og
vbeztu bœndurn verði á sáttir. Nú heldur Berlín,
að »beztu bændur« og y>beztu menn« sé sitt hvað.
Beziu bœndur tákna auðvitað íslenzka menn, en beztu
menn i sama heimildarrili vill hann láta merkja
norska höfðingja. Nú þurfa ekki einu sinni orðin
»hezlu menn« alt af að tákna þetta í norskum lieim-
ildum frá sama tíma, og því fjarstæðara er það, að
halda, að orð al-íslenzks skjals tákni með orðunum
»heztu menn« annað en það, sem slík orð merktu
þá á íslenzku. Björn M. Ólsen hefir3) bent á nokkur
dæmi úr sagnaritum íslenzkum frá sama tíma. —
Orðin »beztu menn«, »góðir menn«, »vitrir (vitrustu)
1) Um ríkiaráðið noraka, ajá einkum Yngvar Nielsen, Det
norske Rigsraad, Kria 1880. 2) Berlín, Isl. statretl. Stilling I,
130. 3) Upphaf II, 59.