Andvari - 01.01.1910, Qupperneq 173
fram aö siðaskiptum.
151
menn«, »skynsamir (skjmsömustu) menn«, »mikils
(meiri) háttar menn«, »stærri menn«, »dugandi menn«,
»dandimenn« o. s. frv. tákna í íslenzku máli á 13.
öld og lengi síðan ekkert annað en »betri (beztu)
bændur«, »stærri bændur« og »heldri kennimenn«,
með öðrum orðum, þá menn íslenzka, er mest mega
sin í þjóðfélaginu, bæði bændur og höfðingja, án
þess, að nokkur föst takmörk sé sett. Sannanir fyrir
þessu eru svo að segja á annari hverri bls. í Sturl-
ungu* 1). í Hákonarsögu Sturlu lögmanns Þórðar-
sonar koma lík orð oft fyrir og merkja líkt2). Árna
biskups saga sýtiir lika glögt, hvað orðin »beztn
menn« o. s. frv. þj'ða í íslenzku máli, og sama er
um Laurentiussögu að segja3). Sést af biskupa-
sögunum, að orðin geta jafnframt náð til heldri klerka
og kennimanna. Það þarf því ekki að leita í norsk
lög til að skýra áminst orð sttmálanna. Samtíðar-
mál íslendinga skýrir þau bezt. Þessa þýðingu hafa
oft nefnd orðatiltæki í islenzku máli lengi síðan. Því
til sönnunar nægir að eins að vitna í örfáa staði í
heimildarritum vorum til siðaskifta4). Það er því
ekki vafasamt, hvernig skýra eigi orðin »beztu menn«
í Gl.sm. þau þýða öldungis hið sama hér, sem
annarsstaðar í íslenzkum ritum frá sama tíma.
Eftir sáttmálanum er því þegar af þessum ástæðum
fjarri því, að ráði konungs eða ríkisfundi sé að
nokkru leyti leyfð íhlutun um fslands mál.
1) Sjá t. d. Sturl. I, 203, 243, 259, 270, 276, 351, 355, II,
1. 2, 3, 4, 7,8,9,10,12, 74,82, 111, 119, 123, 145, 154, 156, 157,
!69, 233, 234, 237, 251, 267 o. fl. 2) T. d. k. 311, Fms. X,
213, 214. 3) Bps. I, 682, 683, 690, sbr. 689, 704, 739, 750, 802,
sbr. 805 og 806, 807, 828, 831, 855, 860, 864 o. fl. 4) T. d. DI. II,
177, 189, 215, 342, 400, III, Nr. 32, 333, 599, 600, IV, Nr.
336, 358, 361, 369, 405, 406, sbr. 435, V, Nr. 432, VIII, Nr. 191,
196, 250, 298, 380. Flateyjarannáll við ár 1393.