Andvari - 01.01.1910, Síða 181
fram að siðaskiptum.
159
d. saman þgfb. Jónsbókar 1, 2 og 3 við M. L. I—
1 til 3. Nefnd ákvæði Jb. eru að visu tekin eftir
Landslögunum, en alls staðar mutatis mutandis, af því
að löggjafinn eða sá, er setti saman bókina, sá það,
að það var heimska, að taka Landslögin orðrétt upp í
þingfararbálk. Það hefði og verið ókleift að fylgja
þeim hér, og því nokkurn veginn jafn fráleitt að setja
þau í íslenzk lög óbreytt eins og það, að taka kon-
ungserfðir Landslaganna upp í islenzk lög óbreyttar.1)
Nú er Jónsbók miklu betur samin en Járnsíða og
stórum betur löguð eftir staðháttum og þörfum lands-
ins yfirleitt, og því er það enn ólíldegra, að höfundar
Jónsbókar hafi tekið konungserfðir upp í hana ó-
breyttar. Það er og harla líklegt, að íslendingar
hefði meðal annars mótmælt þvi að vera kallaðir
utan til konungs kosningar, samkv. Krdb. 6. Það
hefði líka brotið bág við sáttmálann við konungs-
valdið, sem miklar líkur eru til, að þeir hafi þá sam-
þykt rétt áður en Jónsbók var lögtekin. Það hefði
þó verið æðimikil byrði, að senda 24 hina beztu
bændur út af landinu, og kunnugt er það, að íslend-
ingar mótmæltu jafnan utanstefningum. Það er líka
ósannað, að íslendingar haíi nokkurn tíma valið eða
hylt konunga sína eftir konungserfðum Jónsbókar.
Björn M. Ólsen2 * *) heldur þó, að 1299 hafi Hákon
konungur *liáleggur stefnt utan tylft bænda og tylft
handgenginna manna til að hylla sig.8) Það stendur
ekkert um það, í hvaða skyni þeim hafi verið utan stefnt.
Konungur var að visu hyltur á því ári í Noregi, 10.
1) Orð Berlins i neíndu riti, bls. 168 og víðar, eru líklega
sprottin af því, að hann er útlendingur, og veit þvi ekki vel, hvað
hann er að taia um. 2) Upphaf I, 59. 3) Sbr. Plateyjar- og
Lögmannsanuál.