Andvari - 01.01.1910, Side 190
168
Island gagnvart öðrum ríkjum
mannaw1), sbr. Jónsbók, Mannh. 1. Þess eru eigi
allfá dæmi, að menn leituðu til konungs eða kon-
ungs og ríkisráðs, oft ólöglega, en stundum af því,
að þeir fengu ekki dóma á mál sín í landinu, annað
hvort af vanrækslu dómstólanna eða málin þóttu of
vandasöm. Það yrði of iangt, að rekja þessi mál
öll nákvæmlega hér. Verður því að láta nægja
að vísa til þeirra dæma, er ég hefi fundið um dóma,
eða beinar upplýsingar í þessu efni, frá 14., 15.
og fyrstu árum 16. aldar2).
Frá 1314 til 1537 eru ekki liltakanlega mörg
lagctboð til, sem við ísland eiga. í ílestum er ráðs-
ins alls ekki getið. Af því verður að vísu ekki sagt
neitt um það, hvort konungur hafi snúið sér til þess,
en það verður þó því síður sagt, að hann hafi leitað
ráðsins. Hið eina, sem oftast verður sagt um þessi
tilfelli, er það, að livorki sé hægt að vita af né á um
þau. Næst lægi þó að halda, að konungur haíi ekki
ráðgast við ráðið, þegar þess er ekki getið, úr því
að það er stundum berum orðum sagt, að ráðið hafi
haft hönd í bagga með konungi, er liann setti lög.
1) Sjá t. d. DI. V, Nr. 189, VI, Nr. 287, VII, Nr. 426, VIII,
Nr. 619, sbr. 404, IX, Nr. 559, er sýnir, að kanzlari konungs hinn
norski afhenti landsvistarbréf ogveitti móttöku gjaldi fyrir þau.
2) DI. II, Nr. 529 (1350; bersýnileg ólög), III, Nr. 243 (1375),
sbr. og IV, Nr. 737 (1447), VI, Nr. 326 (1481), 360 (1481), sbr.
404 og 409, VII, Nr. 403 (1498), 612 (1503), 710 (1507), VIII,
Nr. 146 (1507), 213 (1508), 278 (1510), 265 (1513), 400 (1514),
469—470 (1517), 483 (1517), 494 (1517), 496 (1518), 499 (1518),
542 (1519), 546 (1519), 569 (1520), sbr. og IX, Nr. 202 (1524),
355 (1527), sbr. og 445, 544, 551. Af þessu sést, að fyrir'1500
muni ekki oft hafa verið farið með einkamál út úr landinu. Að
vísu er ekki allskostar byggjandi á því, þótt upplýsingar sé svo
fáar, því að skjölin geta verið glötuð, en í ættum ríkismanna
hafa þau þó 'furðanlega geymst, svo að fleira ætti að vera til frá
15. öldinni en fundist hefir, ef málskot til konungs hefði þá verið
alltíð.