Andvari - 01.01.1910, Síða 191
fram að siðaskiptum.
169
Það er athugavert, að flestar þær tilskipanir eða
réttarbætur handa Islandi, þar sem ráðsins er getið,
eru risnar út af kærum norskra kaupmanna eða
annara Norðmanna út af verzlun Islands, tollum eða
því um líku. Og er ekki að kynja, þótt norskir
kaupmenn eða norskir borgarar sneri sér til ráðsins.
Hér til má nefna réttarbót um vaðmálagerð 4. júlí
1329,réttarbót 7. jan. 1330 um skuldir við aust-
ræna kaupmenn.1 2) Berlin3) byggir, að því er virðist,
mikið á þessuin réttarbótum. Nefnt er ráðið líka í
réttarbót um fals á varningi 12. des. 1330,4) en hún
er til orðin alveg á sama liátt sem liinar tvær áður
nefndu, og sannar því alls eltki neitt. Öldungis sama
er um réttarbætur 27. okt. 1382,6 26. ág. 13836) og bréf
Eiriks af Pommern 7. maí 1425.7) Skjöl þess eru öll
árangur af kærum norrænna kaupmanna eða borgara
og gilda í sjáltu sér ekki fyrir ísland fremur en t. d. bann
gegn ósútuðum liúðum hingað til lands gildir í Noregi.
Sannleikurinn er sá, að liér á landi má nú sæltja
Norðmenn fyrir hrot mót banninu gegn innflutn-
ingi húða, eins og sækja mátti þá úllenzkan (o: ekki
norskan) kaupmann fyrir kaupskap við íslendinga,
en íslendingar þykjast nú ekki fremur þurfa að spyrja
önnur rílti um leyfi til banns gegn úlllutningi eða
verzlun við umheiminn en Norðmenn þóttust þá
þurfa að spyrja íslendinga um leyfi til að lögsækja í
Noregi menn fyrir kaupskap við ísland. Annað mál
er það, að slík ákvæði sem þessi geta verið pólitiskt
óheppileg og liörð við að sæma. En með þessum
1) 1)1. II, Nr. 391. 2) S. st., Nr. 396 3) Islands stats-
retl. Stilling I, 195 og 198. 4) DI. II, Nr. 399. Vafasamt,
livort þessi rb. gilti á íslandi. 6) DI. III, Nr. 311. 6) DI.
III, Nr. 316. 7) DI. IV, Nr. 380.