Andvari - 01.01.1910, Qupperneq 192
170
ísland gagnvart öðrum ríkjum
athugasemdum er auðvitað ekki játað, að ríkisráðið
liafi haft nokkura lieimild til að skií'ta sér af löggjöf
íslands. Og eitt ríki gelur auðvitað, ef það hefir all
til, einangrað önnur, og frá því sjónarmiði verður að
skoða ýmsar aðfarir Noregs við ísland um þetla leyti.
Og að því er réttarb. 1382 og 1383 snertir, þá var kon-
ungur barn að aldri, þegar þær urðu til, og sanna
þær — þegar af þeirri ástæðu — ekkert. Á Lönguréttar-
bót frá 14501) skyldi enginn neitt l)jrggja, því að hún hefir
aldrei orðið lög fyrir ísland, svo að sannað verði.2 * * * *) Lolcs
vitnar Berlin í réttarhót Hákonar konungs Magnússonar
yngra frá 10. júní 1375.8) Hún er svo til komin, að
Ormur Snorrason lögmaður setidi fyrirspurn urn það,
hvernig dæma skyldi erfðamál nokkurt, sem þó var
ljóst eftir Jónsbók, Kvg. 7, 3. erfð, og bað, eftir því sem
hréfið segir, konung með ráðinu að skoða þetta mál, og
að gefa réttarbætur til landsins um það, hvernig lögmenn
skyldi dæma í 2. erfð og 3., þar sem börn þeirra
kalla sig til arfs, er í hórdóms eða frændsemis-
spellum eru getnir, þó þau sé skilgetin. í fyrsta
lagi stendur ekki, að ráðið hafi verið beðið að taka
þátt í útgáfu væntanlegrar réttarbótar, og því síður,
að það liafi gert það, heldur að það hafi íhugað,
hvernig dæma skyldi þetta mál. Lögmaðurinn sækir
að eins úrskurð konungs og ráðsins í þessu máli.
Konungur ákveður því næst, að þessi úrskurður skuli
síðan gilda sem lög. í*etta skjal sannar þvi ekkert
um heimild ráðsins alment. Ráðið skoðar málið eftir
1) DI. Y, Nr. 55. 2) Sbr. Jón Sigurðsson, Islands stats-
retl. Forhold, bls. 33. 3) DI. III, Nr. 243. Jeg geri ráð fyrir
því, að það sé þessi réttarbót, sem Berlin telur i'rá 1370, því að
hún er prentuð í Akureyrarútgáfu Jónsbókar, bls. 275, en árfærð
Bkakt, en það heíði BerJin verið vorkunnarlaust að leiðrétta, þar
sem hana er og að finna i íslenzku fornbréfasafni.