Andvari - 01.01.1910, Side 196
174
ísland gagnvart öðrum ríkjum
um rétt þess víir íslandi. Kirkjunnar vegna höfðu bisk-
upar íslendinga hag af ríkisráðssetu sinni, og ekki
verður séð, að íslendingar ætti nokkurn þátt í setu
þeirra þar, enda ekki gjörðir þeirra þar bindandi
fyrir ísland. Þólt því t. d. Jón Arason væri á ríkis-
ráðsfundi, þegar norska ráðið sagði Kristjáni 2. upp
hlýðni og hollustu 1524,J) þá hafði sú ráðstöfun ekki
áhrif á afstöðu íslands í því máli.
C. Þá er því og haldið fram, að löggjafarvald-
ið norska hafi getað sett sameiginleg ))ríkisl<>g« Noregi
og íslandi án samþykkis alþingis, . eða með öðrum
orðum, að sum lög haíi verið þess eðlis, að þau hafi
bundið ísland án þess, að þau væri horin undir al-
þingi. Þetta er í samræmi við þá staðhæfingu, að
ísland hafi verið hluti af Noregsveldi eftir sáttmál-
unum og lögbókunum, en áður hefir sýnt verið, að
þessi staðliæfing er ekki einungis ósönnuð, heldur er
ýmislegt, sem beinlínis hrýtur hana niður. Eftir
þeirri fullyrðingu, að sum norsk lög hafi og gilt á
íslandi, þótt þau væri ekki samþyktaf Alþingi, var til
sameigið löggjafarvald um ýms mál bæði Noregi og
íslandi. Þessi lög eiga þá víst einkum að vera þau,
er snerta einingu ríkja konungs, svo sem konungserfða-
lögin 1260 og 1273, lög um stjórn Noregs, efkonung-
ur var ófullveðja eða konungslaust var í bili, svo
sem réttarbót 1302 um ríkisstjórn, þegar konungur
er dáinn, og lætur eptir sig ófullveðja ríkiserfingja,
ýms ákvæði um liirð konungs, sbr. t. d. Hirðskrá
15,1 2 *) lög um landvarnir Noregsveldis, sbr. t. d. Land-
varnarbálk 3.a) Berlin4) kastar þessu fram um kon-
1) DN. IX, Nr. 532, sbr. DI. IX, Nr. 200, sbr. og DN. I,
Nr. 1067. og DI. IX, Nr. 204, DN. VII, Nr. 591, sbr. DI IX,
Nr. 209. 2) NrI. II, 403. 3) Ngl. II, 35. 4) Islands stats-
retl Stilling I, 79—80.