Andvari - 01.01.1910, Page 207
Konsúlar og erindrekar.
Eptir
líjöi'n I*órðai*son, cand. juris.
Á síðari árum, rneðan talað var um sjálfstæðis-
málið, var það taiið nauðsynlegt til eílingar og þroska
þjóð vorri að hafa eigin erindreka í útlöndum til þess
að annast og gæta liagsmuna vorra. En samtímis
sögðu þeir, er andmæltu skilnaðarliugsjóninni, að
kostnaður við sendiboðaliald í útlöndum, væri land-
inu ókleifur, og þegar af þeirri ástæðu væri skilnað-
ur óframkvæmanlegur. Opinberlega liefur þó enginn
lagt fram áætlun um, liversu marga og hvers konar
sendiboða vjer helzt þörfnuðumst. Þetta er þó nauð-
syn þeim, er telja bráðan skilnað við Danmörku
æskilegastan, og eins liinum, er ætla, að búa megi við
persónusamband. En þó að vjer sjeum og verðum
framvegis, um hríð, álimaðir Danmörku, má þó ætla,
að vjer getum haft vora eigin fyrirsvarsmenn og um-
boðsmenn (viðskiptai'áðunauta) í útlöndum, oss til
nytsemdar. Þá skoðun hafði og síðasta alþingi').
Það er ekki ætlan min hér að gera áætlun ept-
ir mínu hyggjuviti, urn kostnað og skipan utanríkis-
rnála vorra, ef vjer værum fullvalda ríki og eitt sjer.
En hins vegar tel jeg það vist, að íslendingar, þegar
þeir tækju að hugsa um þessi mál, mundu svipast
1) Grein þessi er tekin saman í deseinber 1908, og aö eins á stöku
staö sett i samræmi við þá viðburði er gerst hafa síðan.