Andvari - 01.01.1910, Page 211
Konsúlar og erindrekar.
189
eru valdir meðal borgara á dvalarstaðnum. Þeir
reka venjulega aðra atvinnu, en takast starfið á hend-
ur fyrir vegsauka sakir og til styrkingar atvinnu sinni,
því að þeir eru optast kaupmenn eða eitthvað þess
háttar. Staðan er launalaus. Allir konsúlar lijer á
landi eru valkonsúlar, nema sá franski og norski í
Reykjavík.
Konsúlsstörfin eru að mestu leyti sömu tegundar
hjá báðum. Munurinn er einkum sá, að þar sem
störfin eru mjög umsvifamikil er hafður sendikonsúll,
því að meira er krafist aí honum, sem optast er sjer-
fræðingur á þessu sviði og getur gefið sig allan við
sínu starfi, en valkonsúl, er reka verður eigin at-
vinnu, en hafa konsúlstörfin í hjáverkum.
Venezia og Genova urðu fyrstar til, að nota
konsúla. Það var á miðöldunum1). Þær skipuðu
sjálfar dómara í málum, er risu af verslun og sigl-
ingum sinna manna í útlöndum. Þessir dómarar
voru nefndir konsúlar. Aðrar þjóðir fóru þá líka,
að taka upp þennan sið. En er fram liðu stundir
lagðist dómsvald þeirra konsúla niður, er dvöldust í
krislnum löndum. En sendikonsúla með dómsvaldi
bafa kristnar þjóðir enn þá meðal ókristinna þjóða,
þó ekki í Japan. Mjer þykir ekki ástæða til, að
skýra nánara frá konsúlum með dómsvaldi, en fara
nokkrum orðuin um aðra konsúla.
Það hefur farið í vöxt á síðari árum, að hafa
sendikonsúla. Ástæðan til þess er sú, að konsúls-
störfin eru sífclt að aukast vegna fjörugri viðskipta
og aukinna samgangna, og enn fremur af því, að
krafist er, að konsúlar gefi nákvæmar og stöðugar
skýrslur um markaði og atvinnumál í dvalariandinu,
bæði til stjórnarinnar heima og einstaklinga þar. En
þelta er mjög í brotum lijá valkonsúlum og einatt
ærið ófullnægjandi, ef mikils þarf með. En þetla er
eðlilegt, því að þeir geta ekki komist yfir það, er
1) Fyrsti konsúll á íslandi af hendi útlendrar þjóðar var enskur,
t honias Renolds, sbr. kgsbr. 28. okt. 1817. En er Frakkar vildu fa leyfi
Uanastjórnar til hins sama, var þeim synjað þess, meðal annars af þvi,
»að það gæti liaft iskyggilegar afleiðingar«. Rtkbr. 7. Maj og 80. Aug. 1836.