Andvari - 01.01.1910, Side 217
Konsúlar og erindrekar.
195
hækka mætli lítilsháttar skrifstofufje valkonsúlanna
á þessum stöðum. Allar tillögur F. isl. K., er fóru
fram á að hafa launaða sendikonsúla á nokkrum
stöðum, voru að vettugi virtar. Vera kann, að þær
hafi ekki allar verið sem bezt rökstuddar, t. d. að
liafa launaðan sendikonsúl í Aþenu. Útfluttar vörur
frá veldi Danakonungs til Grikklands eru nær engar,
en frá Grikklandi til Danmerkur námu þær 1905
samkv. dönskum skýrslum 2000 kr.
F. isl. K. vildí einnig fá launaða sendikonsúla i
Lissabon, Liverpool og Leitli. Það varð úr að sendi-
konsúll skyldi vera í Leith, því að dönsk sigling er
þar mjög mikil, og hefur stórum aukist hin síðari
ár, en hartnær heimingur danskra skipa, sem koma
til Leith eru í förum milli íslands, Færeyja og Dan-
merkur. Hagsmunir rikisins kröfðust, að sendikon-
súll væri hafður þar, því að valkonsúll fjekk ekki
komizt yfir svo mikið starf.
Rúmsins vegna hefi jeg ekki farið ýlarlegar í þessi
mál en orðið er. En þó hefi jeg liltölulega skjótast
farið yfir þau atriði, sem áhærir sendiherra, því að
eptir því, sem enn er komið málum íslands, er ó-
þaríi, að fjölyrða um það. En þess má þó geta, að
útgerð erindreka er — sem og af líkindum má ráða
— ekki þeim mun ódýrari, sem þjóðin er minni, sem
sendir. En auðvitað hljóta stórþjóðirnar að hafa að
miklum mun fleiri erindreka en smáþjóðir. Stór-
þjóðirnar verða að hafa sendiherra sína hjá öllum
ríkjum um víða veröld, en hinar þar sem þær hafa
mest skipti og hjá nágrönnunum. Þær liaga þá
sendiboðum sínum eptir því, hvernig þessum við-
skiptum er varið. Smáþjóð, sem að eins hefur
verzlunarviðskipti við einhverja aðra þjóð, hefur þar
að eins konsúla og sendir þangað verzlunarerindreka
sína, en þarf ekki á sendiherra að halda þar, sem
liún trauðla getur orðið pólitiskur aðili. En stór-
þjóðirnar hafa pólitiskt erindi hvervetna. Þannig
liefur Bretland 32, Frakkland 36, Úýzkaland 36 og
Bandaríkin í N.-A. 40 sendiherrasveitir fyrir utan
13*