Andvari - 01.01.1910, Síða 219
Konsúlar og erindrekar.
197
érindrekana. Þeir skrifa beint Lil þessa ráðaneytis
álirærandi slörf sín. Brjef þeirra lil útlendra stjórna,
annast hans þjóðar sendisveit eða konsúll þar á
staðnum.
Áður en þeir eru settir verzlunarerindrekar eru
þeir reyndir af nefnd, er heldur nokkurskonar próf
yíir þeim. Nefndina sitja 3 menn, sem valdir eru
af ráðuneytinu meðal embættismanna þar. Erind-
rekarnir deilast í 2 llokka. Ganga undir próf mega
þeir af 1. flokki, er dvalist liafa í útlöndum, sem
verzlunarfræðisnemar með ríkisstyrk, eða leyst af
hendi burtfararpróf við kgl. verzlunarháskóla. Þeir
af 2. flokki verða að hafa leyst af hendi burtfarar-
próf við kgl. verzlunarmiðskóla og starfað við milli-
landastórverzlun í 3 ár, eða án þess að hafa innt
prófið af liöndum, hafa starfað 5 ár við slíka verzl-
un og vera vel kunnugir í því landi, er þeir eiga
að dveljast fyrstu 2 árin, reynslutímann, og kunna
vel tunguna.
í laun hefur 1. flokks erindreki 8,000 líra (líri
72 aur.) og 2. flokks 5,000 líra. Auk þess fá þeir
goldinn ferðakostnað að nokkru, skrifstol'ufje og liúsa-
léigustyrk, þó ekki yfir 4,000 líra árlega. Verzlunar-
erindrekarnir eru óháðir sendiherrum og konsúlum,
en gela fengið aðstoð þeirra, er þeir þurfa. Erind-
rekarnir mega ekki reka verzlun eða umboðssölu.
Þeir slculu senda ráðaneytinu skýrslur um verzlun
og iðnað og þær afurðir er ílalia helzt flytur út, 4.
hvern mánuð. Senda skulu þeir þýðingar laga og
annara fyrirmæla um fjármál og atvinnumál. Enn
fremur skýrslur um verzlun, verðlag og siglingar í
dvalariandinu. Þá skulu þeir senda líðar skýrslur
um tollmál og skattamál, liafnar,- fermingar- og af-
fermingargjöld, víxilverð og samgöngufæri, hvort ekki
megi lakast, að vinna nýja markaði og ella hina
eldri, hvernig senda beri vörnr (umbúðir, verzlunar-
merki og einkunnarmiða), ákvæði um farandsala,
verzlunarvenjur og alþjóða- og landssýningar. Af
eigin livötum eða eftir beiðni skulu þeir einnig senda
lista vfir helztu verzlunarnöfn (firmu) og fjelög.