Andvari - 01.01.1910, Side 221
Konsúlar og erindrekar.
199
Skýrslur eiga þeir að senda að minsta kosti einu
sinni á ári. Konsúlarnir hafa tilsjón með þeim.
Svíar veita árlega um 30,000, 2,500 handa liverjum.
Þar gilda svipaðar reglur um veiting styrksins. Það
telja Svíar víst, að þessu fje hafi verið vel varið, þó
að þeir, er styrkinn fá, komi ekki allir heim aptur,
því að þeir, er setjast að í útlöndum, hafa engu að
síður ellt markað fyrir sænskar afurðir í útlöndum,
og þannig orðið innlendum atvinnurekstri að mikl-
um notum.
Danir láta sjer og mjög ant um það, að verzl-
unarmenn þeirra framist í útlöndum. Á núgildandi
fjárlögum veita þeir 20,000 kr. til þessa. Þegar þess
er gætt, hve margir og stórir sjóðir eru til í Dan-
mörku einmitt til þessa augnainiðs, má gera sjer í
hugarlund, að það er ekki lítið fje, sem varið er til
styrktar ungum verzlunárfræðisnemum i útlöndum,
auk þess, sem hver einstaklingur leggur til frá sjálf-
um sjer.
Norðmenn liafa og stöðugt síðan 1881 veitt meiri
og minni styrk til verzlunarnema í útlöndum. Það
hefur stundum verið lögð áherzla á, að þeir reyndu
að ella markaðinn fyrir ákveðnar vörutegundir, t. d.
fisk og timbur. Sá er styrks vill njóta verður auk
annara góðra hæfileika, grandgæfilega að rannsaka
hverjar og hve miklar vörur Noregur flytur til þess
lands, er hann á að starfa. Hann skal einnig aíla
sjer nægrar þekkingar, til að dæma um vörugæði,
umbúðir, verðlag og flutningskostnað, og liafa sýnis-
horn á reiðum liöndum, til þess að geta lagt þau
fram fyrir kaupmenn og neytendur í dvalarlandinu.
Þegar slyrkþeginn er kominn á dvalarstaðinn, á hann
að fara til allra hafnarstaða og kynna sjer söluslcil-
yrði varnings þess, er fluttur er eða kann að verða
fluttur þangað frá Noregi. Yfir höfuð skal liann til
hlítar aíla sjer þekkingar á öllu því, er efla má og
greiða fyrir sölu norskra afurða. Honum er leyft að
reka verzlun bæði sem umboðssali og upp á eigin
spílur. En eingöngu verður liann að verzla með
norskar afurðir og gefa sig allan við þeim. Skýrslur