Andvari - 01.01.1910, Page 228
206
Konsúlar og erindrekar.
inlega aldrei haft verzlun sína einir með höndum sjálíir.
a þjóðveldistímanum, þegar íslendingar stóðu jafn-
hátt og i sumum greinuum yfir nágrannaþjóðunum
í menning, höfðu Austmenn þó meginkaupskapinn.
En ástæðan var auðvitað sú, að Islendingar höfðu
lítinn hafskipakost. Að visu fóru höfðingjar á skip-
um sínum til Noregs til kaupa, en það voru að-
drættir til eigin bús, einkum husaviður og um leið
aðrar nauðsynjar. Nokkrir kaupmenn islenzkir eru þó
nefndir, t. d. Oddr Ófeigssson; hann varð stórauðugnr
á ísl. verzlun. Hann hjó á íslandi til dauðadags. Á-
kvæðin í Gamla sáttmála sýna og, hvernig sem skil-
in eru, að þá hefur ekki verzlun Islendinga staðið á
mörgum fótum. Það sem síðar varð, þarf ekki að
fjölyrða um. Það eru að eins rúm 50 ár síðan, að
íslendingum var leyft að verzla við utanríkismenn.
ÖIl þau löghöft er lágu á íslenzkri verzlun til þess
tima lálmuðu því að íslenzk verzlunarstjett gæti
myndast. En það varð, sem hlaut að verða, að verz-
unarbragurinn gamli hjelzt áfram lengi vel. Og það
var víst. að fjör, útsýni og mentun þurfti ekki til
þess að verzla upp á einokunarvisu. Að vera var-
færinn nurlari. eða ófyrirleitinn prángari var nóg.
Verzlunin var svo einföld og óbrotin, að hún gat
ekki alið upp gagnmentaða kaupmenn. Þeir þurftu
svo litlu til að kosla lil þess að fá góðar tekjur. —
Samkeppnin var svo lítil, að þeir þurftu einu sinni
ekki að auglýsa vörur sínar fyrir almenningi. Eða
þá hitt, að þeir kunnu það ekki. Það gerði fyrstur
íjörugur og áhugamikill íslendingur (Þorl. O. John-
son), er mentast liafði í Brellandi. Það mæltist illa
fyrir. Vegurinn var beinn fyrir ísl. kaupmennina
milli íslands og Danmerkur. Þeir þurftu ekki að
bregða út af þessari leið. Þess vegna fóru þeir svo
óvíða og kyntust ekki öðrum verzlunarþjóðum. Meg-
inþorri ísl. kaupmanna hefir að eins danska mentun
Þeir verzlunarmenn, er fara utan, fara til Danmerkur.
Ganga þar á skrifstofur umboðsmanna feðra sinna.
Þar geta þeir auðvitað lært verksýni og orðið góð
skrifstofutól, en verulegan kaupmannsframa og út-