Andvari - 01.01.1910, Page 229
Konsúlar og erindrekar.
207
sýn öðlast þeir ekki. Þeir troða að eins gamla slóð-
ann. Þeir þurfa að fara víðar. Það er eptirtektar-
vert, að þeir menn einir, sem fengið hafa verzlunar-
mentun sína einnig utan Danmerkur hata lileypt fjöri
í verzlun vora og hrundið henni dálítið áfram. En
það var upplýsingin, sem gömlu dönsku verzlanirnar
ekki þoldu og hafa þess vegna smátt og smátt logn-
ast út af eða neyðst til að taka annað snið en áður.
Islendingar eru ekki víðförlir og kaupmenn vorir
ekki heldur. Sá veit margt er víða fer, á hvergi
betur við en um verzlunarmenn. En það er ekki á
allra færi er vilja, að fara víða um lönd og l'ramast.
En það sætir samt furðu live landstjórnin hefur lítið
gert til þess að greiða utanfarir verzlunarmanna. —
Styrkur lil þeirra lil náms í útlöndum hefur varla
þekst. Þetta liefði þó verið mjög eðlilegt. Engin
stofnun í landinu, þar sem þeir geta fengið sína sjer-
mentun. En þótt nú sje hjer verzlunarskóli, þá
er þar numið að eins stafrof almennra fræða.
Það hefði mátt búast við því, að alþingi liefði látið
til sín taka hjer á árunum þegar kaupfjelagsskapur-
inn var að myndast. Þetta var ný siðbót sem tók
til alls landsins. Það má vel fara sarnan að útrýma
kaupmönnum og hlynna að verzlunarfræðis-námi.
Það er enginn sjóður, er þeir geta fengið styrk af,
er vilja frama sig í þessari grein í útlöndum. Land-
sjóður verður hjer sem annarstaðar að hlaupa undir
bagga. Menn eru svo tregir að veita slíka styrki.
Það er svo liæpið, að þeir komi að lilælluðum not-
um. Auðvitað her ekki hvert trje góðan ávöxt. En
hversu mikið gengur ekki í súginn af því fje, sem
varið er til æðri og lægri mentunar innanlands?
Þeir eru æðimargir, sem notið hala ókeypis kenslu
og námsstyrks að auk, er l'ara síðan eitthvað út i
buskann og eru úr sögunni.
Ef verzlunarmenn vorir gætu farið út í lönd og
lærl og sjeð sig um og kynt sjer annað og meira en
viðskiptagang danskra umhoðsmanna og hjerlendra
verzlana, mundi verzlun vor ekki verða jafn ríg-
hundin á einum slað sem nú. Sem slendur er ein