Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 10
Prestafélagsriiið.
Frá Alþingishátíðinni.
3
mikli, eilífi andi,
sem í öllu og alsiaðar býrð.
Þinn er mátturinn, þitt er ríkið,
þín er öll heimsins dýrð.
Sálmar úr hátíðarljóðum Jóhannesar úr Kötium.
Ó, Guð! Þú, sem ríkir í himnunum háu,
sem huggar þá föllnu, sem lyftir þeim smáu!
Ó, Guð! Þú, sem ljómar í sindrandi sólum
og sigur þinn birtir í mannanna jólum!
Vér krjúpum nú hér
og þökkum þér,
hin þunglyndu moldarbörn.
í lifandi óði,
með logandi blóði,
vér lofum þig, — náð þína, hjálp og vörn.
Ó, Guð! Þú, sem titrar í alheimsins æðum,
í úthafsins djúpum, í ljósvakans hæðum!
Ó, Guð! Þú, sem horfir í barnsaugað bjarta
og boðorð þín ritar í smælingjans hjarta!
Vér söfnumst nú hér
og þökkum þér,
því þú ert vor eina hlíf.
í lifandi óði,
með brennandi blóði,
vér blessum þá stund, er þú gafst oss líf!
Ó, Guð! Þú, sem hrópar í klukknanna köllum
og kærleikann, sannleikann boðar oss öllum!
Ó, Guð! Þú, sem hvíslar í þeynum, sem þýtur,
og þorstanum svalar og hlekkina brýtur!
Vér syngjum nú hér
og þökkum þér,