Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 223
Prestafélagsritið.
Ólafshátíðin í Noregi.
213
hans og mamma átt heima. Hann tók stein úr veggn-
um og óg hann í hendi sér: Hvers virði myndi heimur-
inn telja slíkan stein ?j En honum sjálfum var hann! heilagur.
Svo er oss moldin hér. Heilög jörð og heilög stund. Vér sjálf
gætum þagað. Því að nú ríkir Guð yfir hugum vorum. Hér
er blóðblettur, þar sem vér stöndum. Hann geymir minning
um þjáningu. Hvenær varð nokkuð það mönnum kært, sem
ekki hafði að geyma blóðdropa þjáningarinnar? Noregur leið
þá. Og Noregur hefir oftar liðið. Vér elskum hann ekki af
því, að hann sé gullland og gleðiland. Nei, vér elskum hann
með öllum sárum hans. Hér er blóðdropi í hverjum moldar-
hnefa í þessu landi. Og Stiklastaðir eru í dag alíari Noregs,
af því að hér dró hann merki krossins með blóði sínu, hann
sem lét þjáninguna snerta hjartarætur þjóðar sinnar og vakti
henni svo þrá til viðreisnar. Þetta er kristindómur. Af þján-
ingunni rís máttur til að skapa. Og hann, sem getur látið kvöl-
ina sjálfa verða að krafti, hann er frelsari mannanna, konung-
urinn blessaði, sem kemur í nafni Drottins. Hann er það, af
því að hann var hinn krossfesti, af því að hann þrýsti allri
þjáningu að hjarta sér og lét hana snúast í sigur við kær-
leiksfórn sína. Það var á Stiklastöðum, sem trúin á sigurmátt
krossins festi fyrst rætur í norskri mold. Þá dró Ólafur ekki
krossinn á hjálmana, heldur risti hann í hjöriun.
Enginn vissi á Stiklastöðum, hvað við mundi taka. En þá
fóru Norðmenn saman í bræðsludeigluna, sigurvegarar og
sigraðir. Og þá fundu þeir, að það var skylt hvort öðru, sem
dýpst var í sálum þeirra og hæst yfir þeim á hæðum. Þá
losna kraftarnir úr viðjum. Af iðrun Norðmanna eftir Stikla-
staðaorustu, og fyrirgefningunni, er þeir fundu síðan, spratt
gleðin í hjörtum þeirra. Noregur hinn nýi reis af blóðistokk-
inni mold Stiklastaða. Það sem áður hafði verið bundið í
björgunum þungu lét bogana hefjast eins og hátíð og Iofgerð,
9.2 Niðarósdómkirkjan reis og systrahópur umhverfis alt frá
Ögðum til Finnmerkur.-----------—
En erum vér Norðmenn ekki enn í dag sundraðir eins og
forðum? Og eru ekki deiluefnin harla lík og á Ólafstíð á