Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 259
Prestafélagsritiö.
Kirkjueiningin í Skoflandi.
247
Eflir því sem sagt er frá, var líka hrifning manna á sameiningardaginn
(2. olit. 1929) geysilega miltil. Flokkarnir komu saman hvor í sínu lagi
um morguninn til bæna og lögðu síðan af stað til móts hvorir við aðra.
Veður hafði verið svalt um morguninn, en um það leyti sem skrúð-
fylkingarnar mættust, fór sólin að skína og Edinborg ljómaði í fegursta
hauslskarti. Foringjarnir tókust í hendur og fylkingarnar gengu saman í
einn hóp undir forystu þeirra, og allur skarinn stefndi á St. Giles-kirkj-
una fornfrægu. Einn, sem var í hópnum, lýsir þeirri göngu þannig:
„Við höfðum hvorki herlið né hátíðarfylgd tignarmanna, ekkert skraut
né viöhöfn; engan frábrugöinn klæðnað, nema svartar hempur og mis-
litar hettur kirkjuforsetanna og fyrverandi forseta; ekkert nema hljóðar
Iangar raðir af viðkvæmum hjörtum, sem stefndu í Iofningu til guðshúss.
En mannfjöldinn á strætunum og í gluggunum fagnaði, hátíðlegur og al-
varlegur á svip“. Við kirkjudyrnar heilsaði höfuðklerkur kirkjunnar for-
setunum með þessum orðum: „Nú er mannssonurinn gerður dýrðlegur.
Friður sé með yður“. Síðan var gengið í kirkju. Areiðanlega hafa margar
þakkarbænir stigið upp í þeirri guðsþjónustu og innilegar óskir um
áframhald þess friðartíma, sem var að renna upp.
Eflir guðsþjónustuna var gengið til samkomustaðarins. Það var salur
einn, útbúinn með 12000 sætum. Þar var mættur fulltrúi konungs, sem
nú er eini tengiliðurinn milli ríkis og kirkju, og mætir á stórþingum
(General Assembly) kirkjunnar. Þar var einnig erkibiskupinn af Kantara-
borg, og þóttu það tíðindi. — Lord Sands hóf máls og lýsti því yfir, að
sameining hefði farið fram, og að nú væri aðeins um eina Presbyterian-
kirkju að ræða á Skotlandi og héti hún Kirkja Skotlands. Dr. Drum-
mond falaði fyrir Fríkirkju-bandalagið. Principal Martin, forseti mótsins,
lýsti þá yfir því, að báðar kirkjudeildir hefðu samþykt einingu, hvor á
sínu stórþingi, og væri hún því formleg og með allra vilja. Því næst
veik hann úr forsetastólnum og tók sér sföðu hægra megin við hann,
en Dr. Mitchell vinstra megin, og þeir fókust í hendur og sóru að
Fríkirkju-bandalagið og Skozka kirkjan væru sameinaðar og báðu um
blessun Guðs yfir verkið. Að lokum var kosinn forseti (Moderator).
Var Dr. John White kosinn, enda hefir hann fyrir framúrskarandi hæfi-
leika sína, gáfur og glæsimensku, komið meiru til leiðar í einingaráttina
en flestir aðrir, og mátti því heita sjálfkjörinn.
Aðeins það helzta, sem þarna gerðist, hefir hér verið talið. Margar
ræður voru fluttar og sálmar sungnir. FuIItrúar ýmsra kirkjudeilda mæltu
fyrir minni einingarinnar, þar á meðal var æðsti maður skozku biskupa-
kirkjunnar. Fanst öllum það, sem þessi dagur færði, likt og lákn þess,
sem síðar mundi gerast í stærra stíl og meðal fjarskyldari deilda. Það
er og von margra. En þess ber að minnast, að deiluefni skozku kirkj-
unnar voru stjórnarfarslegs eðlis, meir en trúarlegs, og hefir það vafa-
laust gert þessi úrslit möguleg.