Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 93
84
Jón Helgason:
Prastafélagsritið.
Því að báðir urðu þeir áhrifamenn í verkahring þeirra,
þótt, eins og liggur í hlutarins eðli, áhrifin af starfi föðurins
yrðu víðtækari, þar sem hann með andlegri lióðagerð sinni
varð prestur allrar íslenzkrar kristni. Þegar vér hugleiðum,
hve miklum fjölda manna um allar bygðir lands vors sálmar
Valdimars Briem hafa flutt huggun og styrk í stríði lífsins,
hve mörgum og dýrmætum frækornum til Guði helgaðrar
breytni hann hefir með þeim sáð í hjörtu landsins barna og
mun eiga eftir að sá á ókominni tíð, þá ætti oss öllum að
verða augljós þakkarskuldin, sem vér erum í við hann fyrir
það, hversu hann ávaxtaði pundin, sem Guð fékk honum að
ávaxta, og þá ekki sízt þakkarskuldin, sem vér eigum Guði
að gjalda, sem gaf oss annan eins »söngvara af Guðs náð«,
— söngvara, sem hafði í jafnríkum mæli til að bera hvort-
tveggja getuna og viljann til að »syngja drotni nýjan söng«.
Valdimar Briem áleit sig af Guði kallaðan til að »vísa mörg-
um á réttan veg«. Og eins skildi hinn góði sonur hans og
samverkamaður köllun sína. Báðum var þeim það hið mesta
áhugamál í öllu starfi þeirra, eins og þeim líka skildist það
báðum, að ekkert meðal er einhlítara til að vísa mönnum á
rétta veginn en að mála drottin vorn Jesúm fyrir hugskots-
sjónum þeirra, sýna þeim hann í verki föðurins og föðurinn
starfandi í honum — sýna þeim frelsarann í allri hans fegurð,
brennandi af ást til Guðs og manna, boðinn og búinn til að
leggja alt í sölurnar fyrir málefni Guðs ríkis, svo að mennirnir
mættu laðast að honum í elsku og trausti og verða hjálp-
ræðis hans aðnjótandi. Hve næman skilning Valdimar Briem
hafði á þessu, það sýna best hinir mörgu og góðu sálmar
hans, sem hafa sungið sig inn í hjörtu svo margra trúhneigðra
sálna með þjóð vorri, og það sýna hinar mörgu og fögru
myndir úr hinni heilögu bók, sem hann með meistarahendi
hefir dregið upp í mörgum öðrum andlegum Ijóðum sínum,
umfram alt í Biblíuljcðunum. Því að tilgangur hans með því
rnerkilega myndasafni var vafalítið fyrst og fremst sá, að vísa
sem flesíum rétía veginn með því, að láta líf þeirra manna,
sem hann þar leiðir fram á sjónarsviðið, endurspegla ágæti