Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 75
68
Helgi Konráðsson:
Prestáfélagsritið.
neitar þó rómversk-katólska kirkjan að gera slíkt hið saina.
Hún ein telur sig upp úr því vaxna að ræða þau mál, en
segir, að hún muni aldrei koma um hársbreidd á móti öðr-
um trúflokkum um nokkra samninga, heldur setur hún fram
skoðanir sínar og segir, að þeir, sem geti gengizt undir þær
og afneitað fyrri skoðunum sínum, séu velkomnir, en við
hina, sem haldi við villu sína, eigi hún ekkert vantalað. —
Um einingu, sem sé í vændum, geti ekki verið að ræða, segir
hún, vegna þess að kirkjan sé ein og hafi verið það frá
stofndegi sínum á hvítasunnudag. AHar svonefndar kirkjudeildir
hafi klofnað út úr móðurkirkjunni og geti því aðeins komist
í samfélag við hana, að þær afneiti tilverurétti sínum og
gangi páfanum skilyrðislaust á hönd. En að þær séu villu-
kirkjur, ef kirkjur skyldi kalla, sjáist bezt á því, að þær viður-
kenni ekki yfirráð páfans, sem sé staðgöngumaður Krisfs á
jörðinni, og hafi vald sitt frá honum. Eins og Guð sendi
soninn í heiminn, eins hafi hann aftur sent læsrisveina sína.
Kristur fékk Pétri lykla himnaríkis, til þess að hann mætti
binda og leysa bæði á himni og jörðu. Pétur er sá klettur,
sem kirkja Krists er bygð á. Hann er fyrsti páfinn. jesús
vígði hann til starfsins við Sesareu Filippi (Matt. 16). Síðar
lagði Pétur hendur yfir eftirmann sinn og vígði hann. Þannig
hefir svo hver af öðrum vígt þann næsta, svo að röðin er
óslitin alt til vorra daga. Þetta er nefnt hin postullega röð
(successio apostolica).
Rómv.-kat. kirkjan byggir eina þýðingarmestu trúarsetningu
sína á þessari kenningu. Hver sá, sem vígslu hlýtur af bisk-
upi, þannig vígðum, öðlast náð og kraft Jesú Krists, sem borist
hefir frá hendi til handar og verkar fyrir verkið sjálft (ex opere
operato) án verðskuldunar viðíakanda fyrst og fremst.
Af því að kirkjan er ein og þessi eina kirkja er rómv.-
katólska kirkjan, leiðir aftur það, að sá, sem er vísvitandi
og af frjálsum hug utan hennar, getur ekki öðlast sælu trú-
aðra. >Utan kirkjunnar er ekkert hjálpræði*, er orðtak hennar.
Enda er þetta rökrétt ályktun af þeirri kenningu, að andi
Krists veitist ekki nema fyrir formlega vígslu.