Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 71
64
Kristinn F. Stefánsson:
Presiafélagsritiö.
boðun fagnaðarerindisins, með því að prédika hinn lifandi
Krist og starf hans og kenningu um stofnun guðsríkis á
jörðinni. Kristnir kennimenn verða í Iengstu lög að standa
utan við alla stjórnmálaflokka. En hjá því verður þó aldrei
komist, að þeir íali máli þeirra, sem eiga að lifa við félags-
legt ranglæti. Til þess að starf kirkjunnar komi að hagnýtum
notum og áhrif hennar nái út til fólksins, verður hún að setja
nefndir um hin margvíslegu vandamál þjóðlífsins, þar sem
sæti eiga menn með sérþekkingu á hverju sviði. — Kristi-
legir umræðufundir gætu og stuðlað að því að jafna flokks-
hatrið og milda stjórnmálabaráttuna. — Þá þarf kirkjan að
Ieita náinnar samvinnu við öll líknarfélög og önnur menningar-
félög. í sérhverjum kirkjusöfnuði ætti að vera nefnd, sem
starfaði að lausn félagslegu vandamálanna. Vel gæíi og farið
á því, að allar nefndir, t. d. sáma prófastsdæmis, kæmu öðru
hvoru saman til þess að ræða málin í sameiningu og læra
hver af annari. Alt þetta mætti og vera miklu víðtækara, eftir
því, sem bezt reyndist. — Vafalaust myndi þetta hafa í för
með sér aukinn áhuga, bæði presta og safnaða á þessum
málum. En sé áhuginn mikill í hverju sem er, er sigurinn
viss. — Innan sérhvers safnaðar ætti að vera eitthvað af
anda frumkristninnar, já, eitthvað af kommúnisma frumsafn-
aðarins. Þá myndi kirkjan flytja þá kröftugustu prédikun, sem
kostur er á, prédikun í verki, prédikun í kærleika. Og einskis
þarfnast heimurinn nú meira en kærleika, starfandi kærleika.
En hver er kallaður til þess að vera heiminum fyrirmynd hins
starfandi og þjónandi kærleika, sé það eigi kirkja Jesú Krists?
* *
♦
Hér að framan hefir nokkuð verið vikið að helztu þjóð-
félagsvandamálunum frá því í árdögum kristninnar, og afstöðu
kirkjunnar til þeirra, en þó aðeins í stórum dráttum. Eg hefi
látið mér nægja að rekja sögu ensku hreyfingarinnar Copec,
aðdraganda hennar og áhrif, allítarlega, en slept öðrum kirkju-
legum þjóðfélagshreyfingum í nútímanum, af því að Copec er
þeirra lang-merkust. Copec var upphaflega bundin við Stóra-