Prestafélagsritið - 01.01.1930, Qupperneq 25
18
Sigurður P. Sívertsen:
Presíafélagsritið.
í einhverju þjóðfélagi, þá er hætt að' kúga konuna og ætla
henni óvirðulegri sess en karlmönnum.
Annað alþekt dæmi er mikli munurinn, sem áður var gerð-
ur á frjálsum mönnum og ófrjálsum. Menn trúðu því alment
áður fyrri, að heimurinn gæti ekki komist af án þrælahalds.
Svo kom hugsjón Krists um ómetanlegt gildi hverrar manns-
sálar og afmáði allan stéttamun innan kristnu safnaðanna.
Þrselar gátu öðlast hverja þá kirkjulega virðingarstöðu, sem
þeir höfðu náðargáfu til að rækja, alveg eins og frjáisir menn.
En þjóðfélögin gátu lengi ekki fest trúnað á, að slíkt jafn-
rétti mætti eiga sér stað. Og með skynsemisrökum var ekki
unt að sannfæra þjóðfélögin um, að jafnrétti þegnanna væri
ekki aðeins réttmætt og æskilegt, heldur líka framkvæman-
legt. Breytingin gat ekki komist á, fyr en nógu margir menn
væru farnir að trúa því, að afnema mætti þrælahald með öllu.
Þegar trúin á afnámið hafði sigrað, eftir langa baráttu, og
margra alda undirbúning, staðfesti reynslan trú þeirra, sem
bjartsýnir höfðu verið á hið góða í þessu mikla velferðamáli
mannkynsins.
Sama lögmái gildir um afskifti þjóðanria, hverri af annari.
Þegar tortrygni ríkir milli þjóða, óvild og hatur, eru afskifti
þeirra fjandsamleg, og bardagar og blóðsúthellingar látið skera
úr deilumálum, sem upp koma þeirra á milli. Þegar tortrygni
breytist í traust, gera þjóðirnar með sér bandalag til lengri
eða skemmri tíma, og eiga friðsamleg viðskifti hver við aðra.
Sú reynsla mannkynsins, sem þegar er fengin á þessu sviði,
og sem endurtekist hefir öld eftir öld, gefur þeirri bjartsýnu
von byr undir báða vængi, að öllum styrjöldum milli þjóða
verði einhverntíma útrýmt. Að vísu er á einkis manns færi
að geta sagt fyrir, hvenær von sú rætist, en hitt mun mega
fullyrða, að þegar nógu margir menn víðsvegar um álfur eru
farnir að trúa á friðarhugsjónina og vilja fyrir hana vinna,
þá rætist hún. Þegar sú sannfæring hefir fest nógu djúpar
rætur í hugum nógu margra einstaklinga meðal þjóðanna, að
það sé öllum fyrir beztu, að afskifti bjóðanna ávalt séu frið-
samleg, bygð á sanngirni og réttlæti, að kærleikur og vel-