Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 249
Praetafélagsritiö.
Frumvörp kirkjumálanefndar.
237
urinn koma upp íbúðarhúsi handa presti (prestum) sínum, gegn þriðjungs-
framlagi úr ríkissjóði, enda samþykki ráðuneytið stærÖ og gerð hússins
að öllu Ieyli. Skal sóknarnefnd (sóknarnefndir) þá jafna byggingarkostnaði
niður á safnaðarmenn, eftir sömu reglum sem um flutningskostnað á efni,
sbr. 5. gr. Skal hvert hús, sem þannig er bygt, vera eign safnaðar, undir
yfirstjórn kirkjustjórnar. Enda hafi prestur leigulausa íbúð, en greiði
fyrningargjald og brunabótargjald, sbr. 12. gr.
6. gr. frv. þessa varðar sérstaklega Reykjavík, og er mjög áríðandi, að
sú grein nái fram að ganga. Nauðsyn er á því, að hlynt sé að prestunum
alstaðar, en þá ekki sízt þar sem starfið er mest. Nógir erfiðleikar munu
verða á því í framtíðinni að fjölga prestum nægilega hér í höfuðstaðnum,
þótt húsaleiguvandræðin þar auki ekki á. Ættu allir Reykvíkingar að hafa
áhuga á því, að 6. gr. yrði að lögum og gera sitt til, að svo geti orðið.
III) Frumv'óvpin ivö undir þriðja lið erindisbréfsins.
„Frumvarp til laga um kirkjuráð“ stefnir að því, að kirkjan fái meiri
íhlutunarrétt um löggjafarmál, er kir'kjuna varða, og ákvörðunarrétt um
sín innri mál.
Ég er ekki í neinum vafa um, að þetta er mikilsvert mál, sem þarf
að komast sem fyrst í framkvæmd. Agreiningur ætti ekki að eiga sér
stað um annað en fyrirkomulagið. En þar eru sérstaklega þrjú atriði,
sem þarf að athuga: 1) Verkefni kirkjuráðsins; 2) hverjir eigi þar sæti;
3) og hvernig kjósa beri eða skipa kirkjuþingsmenn.
Verkefni kirkjuráðsins er lýst svo í frv. kirkjumálanefndar 2. og 3. gr.:
2. gr. Verkefni kirkjuráðsins er að vinna að efiingu íslenzkrar kristni
og styðja að trúar- og menningaráhrifum þjóðkirkjunnar með því að:
a. íhuga og gera ályktanir um þau mál, sem varða þjóðkirkjuna í heild
sinni og einstaka söfnuði hennar.
b. stuðla að frjálsri starfsemi til eflingar kristnilífi þjóðarinnar, mannúðar-
og líknarstarfsemi.
3. gr. Kirkjuráðið hefir:
1. Ráðgjafaratkvæði og tillögurétt um þau mál, er kirkjuna varða og
heyra undir verksvið löggjafarvaldsins eða sæta konungsúrskurði. Svo
og þau mál önnur, er kirkjustjórnin kann að Ieita álits þess um.
2. Samþyktaratkvæði og ákvörðunarrétt um guðsþjónustur kirkjunnar,
veiting sakramenta og kirkjulegar athafnir og helgisiði, þó eigi fyr en
tillögur ráðsins hafa verið samþyktar á prestastefnu — synodus — og
bornar undir héraðsfundi, og meiri hluti þeirra verið þeim með-
mæltur. — Ennfremur um þau mál, er hið almenna löggjafarvald
kann að fá kirkjuráðinu til meðferðar og fullnaðarákvörðunar.
3. Rétt til að kjósa 1 mann til að taka þátt í stjórn kirkjulegrar starf-
semi í sambandi við útvarp.
4. Ráðstöfunarvald yfir fé því, sem lagt kann að verða til frjálsrar