Prestafélagsritið - 01.01.1930, Síða 123
114
Jón Helgason:
PiesfífólaqtritiÖ.
þetta og sótti Umberto ítalakonung heim 1904, þá hreyfði
páfinn Píus X. jafnskjótt mótmælum; en Frakkastjórn svaraði
þeim mótmælum með því að kveðja heim sendiherra sinn í
páfagarði. Sama ár var lögboðið bann gegn öllum safnaðar-
skólum í Frakklandi og skyldu þeir hverfa úr sögunni innan
fullra 10 ára. Og ári síðar, í desember 1905, var dembt á
lögunum um fullan aðskilnað ríkis og kirkju (sem ráðuneytið
Combes hafði undirbúið, en Briand leiddi í framkvæmd).
Algert trúarbragðafrelsi var viðurkent, en frá 1. jan. 1906
féllu niður öll fjárframlög af hálfu ríkisins í þarfir guðsdýrk-
unar, hverju nafni sem nefndist. Kirkjur allar, biskupssetur,
prestssetur og safnaðarskólar skyldu vera eign ríkisins eða
fylkjanna eða hreppsfélaganna, sem aftur gætu leigt þessar
by9SÍngar guðsdýrkunarfélögum þeim, er á stofn yrðu sett.
Með þessu var samningur (concordat) frakkneska ríkisins
við páfastólinn, sem staðið hafði rúm 100 ár, numinn með
öllu úr lögum.
Einnig í öðrum katólskum Iöndum varð ýmissa hræringa
vart, sem voru fjandsamlegar rómversku kirkjunni. Sumpart
voru þær runnar af þjóðlegri rót, en sumpart trúarlegs og
menningarlegs eðlis. En flestar höfðu þessar hreyfingar byrjað
áður en Leó XIII. dó. Ovildarhugurinn birtist í því, að fjöldi
manna sneri baki við kirkju sinni og tók mótmælendatrú eða
sameinaðist forn-katólskunni. Mikil brögð höfðu orðið að
þessu í Austurríki, þar sem á tæpum 10 árum fullar 50 þús-
undir þýzkumælandi katólskra manna hurfu »burt frá Rómi*
(enda var hreyfing þessi kölluð hreyfingin »burt-frá-Rómi«
(»los vom Rom«-Bewegung), og gerðust mótmælendur. Svipuð
hreyfing hafði átt sér stað í Þýzkalandi á árunum 1894—
1904, er 76 þúsund manns sögðu skilið við rómversku kirkjuna
og tóku mótmælendatrú, en á sama tíma snerust aðeins 10
þús. evangeliskra til katólskrar trúar. Á Póllandi og í Litauen
vaknaði um sama leyti sterk katólsk umbótahreyfing. En af
því að Píus X. páfi vildi ekki sinna henni, en lét í þess stað
bannfæringu dynja á leiðtogunum (1906), þá mynduðu þeir
sérstakan gamalkatólskan dultrúarflokk (»Mariawiten«), er