Prestafélagsritið - 01.01.1930, Blaðsíða 161
152
Sigurður Einarsson:
PresiafélagsritiÖ.
sem er. Og þá á kennarinn að vera til staðar með fræðslu
og hjálp. Mér er kunnugt um dreng, sem tók að hugsa af
alvöru um trúmál við það að lesa grænlenzkar þjóðsögur
um átrúnað Eskimóa. Hann gat ekki slitið sig frá að hugsa
um, hvað það væri í sálum mannanna, sem leitar sér full-
nægju í trú á ýmsa guði. Þessum dreng á ekki að fá kver,
þegar forvitni hans um trúarbrögð eða trúarþörf hans vaknar.
Vegur hans liggur í gegnum athugun á því sameiginlega í
fjölda trúarbragða, til þeirrar sannfæringar og vissu, sem hann
að lokum verður að finna í sinni eigin sál. Kristinfræða-
kennarinn verður að vera öllum alt; hann verður að láta
börnin ráða sjálf hvar þau grípa niður. Það verða æfinlega
þau efni, sem standa hjarta þeirra næst, það, sem þau telja,
að sér liggi á að vita í þann svipinn. I skólastofunni á að
vera lítið bókasafn þeirra bóka, sem mestar líkur eru til, að
börnin vilji nota í þessu sambandi, biblíusögur, Diblía, Nýja-
testamenti, sálmabækur, kver, fagrar barnasögur, ljóðmæli.
Smátt og smátt kemst kennarinn að því, hverra bóka barnið
þarfnast, og þá er þeim bætt við.
/ þessum stundum eru börnin frjáls að starfa, hugsa og
tala eins og þeim býr í brjósti. Það verður að skapa alfull-
komna hreinskilni milli barnanna innbyrðis og barnanna og
kennarans. Það er ekki hægt nema með fullkomnu hugs-
unarfrelsi. Kennarinn þarf að fá barnið til þess að segja,
hvað það hugsar, hvernig það finnur til, ekki hvað í bók-
unum stendur og hvernig ætlast er til, að það finni til. I
þessum skóla er fyrst og fremst ætlast til, að nemandinn sé
sannur. Þegar bólar á einhverri afleitri skoðun, eða miður
æskilegu hugarfari, er það ekki fyrsta verkið að leiðrétta,
heldur gera sér grein fyrir á hverju þessi skoðun hvílir,
hverjar ytri eða innri orsakir valdar eru að hinu fráleita
hugarfari. Kennarinn verður að geyma hjá sér þessar upp-
lýsingar um hvern nemanda — bíða, sæta færi — unz nem-
andinn hefir aðhafst eitthvað samkvæmt því — breytt rangt.
Þá er tækifærið til þess að grípa fram í. Ekkert er eins lær-
dómsríkt eins og að standa andspænis sinni eigin breytni.