Prestafélagsritið - 01.01.1930, Side 265
Prestafélagsritið.
ÍSLENZKAR BÆKUR.
Síðustu bsekur Haralds Níelssonar prófessors.
Árin cg eilífðin II. — Af sérstökum ástæðum hefir dregist um of
fyrir Prestafélsgsritinu að geta þessarar ágætu bókar. Að henni var hinn
mesti fengur. Prédikanasafnið fyrra náði ekki yfir alt kirkjuárið. En nú
eiga heimilin kost á því hvern dag stórhátíðanna og alia sunnudaga að
hlusta á prédikun eftir einhvern mesta kennimann þjóðarinnar síðustu
aldirnar. Og það þarf ekki að efa, að víða verði prédikanir séra Haralds
húslestrarbókin á komandi árum. Enginn vafi er á því, að guðsþjónustur
hans í Reykjavík 'nafi orðið trúarlífi þar til mikillar eflingar og heilla.
Er því gott að vita til þess, að áhrif þeirra fái að berast með þessum
hætti betur og betur til manna um land alt.
Prédikanirnar eru líkar að gæðum hinutn fyrri og einkenni hin sömu.
Þær eru þrungnar af þekkingu og andagift, sannleiksást og brennandi
áhuga á að boða Krisf.
Þess hefir verið minst í sambandi við séra Harald, sem sagt var
fyrrum um mikinn trúmann og kirkjuhöíðingja, að undrun sætti, hversu
vel hann mætti skilja guðlega hluti. Þekking hans var orðin afburða-
mikil við margra ára vísindastörí og hann neytir hennar í prédikununum.
Hann fekur efnið svo föstum tökum, að kjarninn verður að koma í Ijós.
Hann lætur lesendur oft nema staðar við það, sem þeir höfðu áður
gengið fram hjá án þess aö veita athygli. Hann opnar lindir lífsspeki og
guðlegra sanninda. Kennarinn dylst ekki. í ýmsum ræðunum er megin-
áherzla lögð á það að fræða og útskýra, t. d. í ræðunum „Þegar Jesús
vakti dóttur Jairusar" og „Undir gýfilrunninum". En reynsla sjálfs hans
er jafnan samfara.
Þá leynir það sér ekki í prédikununum, að þar er skáld, sem talar.
Það átti sinn þátt í því, hversu menn urðu að hlýða á þær af mikilli
athygli frá upphafi til enda. Hann dregur upp myndir, svo að menn verða
að sjá það, sem hann sér. Innsæisgáfa hans er rík og fegurðartilfinning.
Hann tekur líkingar úr náttúruheiminum, það sem hann sér fegurst er
honum skuggsjá dýrðar Guðs og Krists. Og lögmálin, sem hér birfast,
eru einnig lögmál eilíföarheimanna. Hann segir t. d. í einni ræðunni:
„Þegar ský rofna á himninum bjartan vordaginn og geislarnir brjófast
í gegn og geislabeltið verður sýnilegt öllum, þar sem því stafar niður,
þá er þar ekki um neina tilkomu sólarljóssins að ræða. Það var að
skýjabaki, beið þar svo að segja, unz það fékk tækifæri til að skína í
gegn. Eins er um Guð og sálir vorar“. Slíkar setningar má margar finna.